Þetta er hreint ÓTRÚLEG saga hjá IvanAnders og ég fæ svolítið á tilfinninguna að það mögulega vanti e-ð í hana.
Af sérstökum ástæðum þekki ég margar löggur og þekki vel til löggustarfsins og ég hreinlega kaupi það ekki að e-r lögga hafi "snappað" við það að einhver góðborgari ók upp að henni til að spyrja hvort allir væru heilir og í lagi.
Ég hreinlega gef mér það að flestu "skemmdu eplin" hefðu í mesta lagi sagt honum að dr##la sér í burtu og skipta sér ekki af!
Ég nefnilega spyr mig af hverju ætti lögga, sem er að bösta/tékka á öðrum bíl að fara taka annan bíl (sem kom keyrandi að í sakleysi sínu) bara svona að gamni sínu???
Ég veit það að stoppa bíl-leita í honum-tala við fólkið o.s.frv. tekur smá tíma fyrir tvær löggur að klára...ef við gefum okkur að ekkert finnst (ef e-ð finnst tekur þetta LAAAANGAN tíma)
Svo maður spyr sig aftur af hverju ætti einhver lögga, sem er með einn bíl "í vinnslu" að nenna að taka annann "bara svona uppúr þurru"?
En það getur svosem vel verið að þessi gaur sé svo "bilaður" maður veit aldrei.
Svo þetta með að neita leit og heimta lögfræðing af því að maður þurfi ekki að borga hann, þá langaði mig að benda fólki á eftirfarandi...
Setjum upp dæmi. Þú ert stoppaður í "einföldu-tékki" og þú neitar að heimila leit, heimtar dómsúrskurð. Þú ert handtekinn og bíllinn dregin af krana. Þú færð tilnefndann verjanda o.s.frv. OK
-Ekkert finnst við leitina og engin rök voru fyrir handtöku og leit. Þú borgar ekki lögfræði-kostnaðinn heldur borgar ríkissjóður hann (og þannig séð við öll því við borgum flest skatt...líka löggur, en margir glæponar
ekki) Og þú gætir eignast rétt til að krefjast bóta fyrir ólöglega leit og handtöku (en þú þarft líka að sækja kröfuna...þú færð ekki sjálfkrafa greiðslu eftirá).
-Ekkert finnst við leitina en það eru til rök fyrir henni. (t.d. þú hefur áður verið tekinn með dóp, Það eru til góðar upplýsingar um að þú sért að meðhöndla dóp, þú hefur ítrekað sést í félagskapi dópista (jamm það þarf oft ekki meira..."af ávöxtunum/vinunum skulu þið þekkja þá") Lögfræðikostnaður fellur á ríkissjóð og þú getur eins reynt að kaupa þér ís í helvíti eins og að reyna að fá e-r bætur
-Eitthvað finnst í bílnum þá ertu kominn með annað mikilvægara að hafa áhyggjur af heldur en lögfræðikostnað

$$$$$
Og fyrir utan allan kostnað þá tæki þetta örugglega góðan tíma sem hægt væri að nýta á betri hátt.
Eins með 7-urnar sem voru lagðar í einelti... þegar það var á tímabili sem ákveðin "viðskiptavinahópur" var dæmdur fyrir fíkniefnabrot og "höfuðpaurinn" átti næstum heilan flota af stórum bimmum sem voru notaðir af "vinum og samstarfsaðilum" við brotastarfsemina...og saklaust fólk fékk að líða fyrir fávitaskapinn í þessum hálfvitum!
Og með þessa umræðu og næstum allar umræður sem spretta hér upp, sem varða lögregluna, þá held ég að margir sem eru að gera sig rosa breiða og kommenta á "helv. lögguna" séu eins og sagt er í USA "
ALL BARK AND NO BITE"
