Gamli 944 er nú frekar vélarvana... ekki máttlaus kannski en maður hefði búist við meira afli úr svona bíl.
Turboútgáfan er snilld því þeir eru sprækir og er auðvel að tjúnna líka. Og þeir eru auðvitað með fullkomna þyngdardreifingu 50/50. Það gæti alveg pottþétt verið gaman að hafa 8cyl sleggju í honum en þá er búið að rugla í þyngdardreifingunni...
En ef ég myndi setja V8 vél í 944 þá yrði það V8 Porsche vél úr 928... EKKERT amerískt

Reyndar er mikið minna mál að koma t.d. corvettuvél í húddið því Porsche vélin er með gleiðara V horn, eða 90° meðan hin er eitthvað minna.
EN ég held að 944Turbo sé bara málið... þó þeir séu turbo þá eru þeir gerðir til að endast.... sá svona bíl á ebay um daginn, ekinn 200þús mílur með óupptekna vél og túrbinu, sem er mjöööög gott fyrir turbo bensínvél.
Sennilega eru þeir með skemmtilegri akstrusbílnum sem eru á götunum... leiðinlegt hvað þeir eru vanmetnir.