Jói wrote:
Sniðugur varstu að spila út þínum spilum á þennan hátt. Það er örugglega einhver sem er tilbúinn að borga ansi mikið fyrir þennan bíl, enda er þetta sennilega einn af mjög fáu góðu e21 á landinu og þeim fækkar hratt.

Örugglega mjög margir sem hefðu tekið þessu 300 þ kr tilboði (ég sennilega líka). Værir þú í mínus eða plús ef þú hefðir tekið tilboðinu (miðað við kaupverð)?
Þessi bíll er góður og ég myndi aldrei láta hann nema fá eitthvað verðugt í staðinn. Varðandi plús og mínus, ég taldi allavega að ég yrði að fá aðeins meira en 300 og helst vildi ég losna við græjurnar með.
En bottom line er að þetta er tilboð sem ég fékk í hann fyrir Jól sem ég afþakkaði, norðan maður sem kannaðist við bílinn.
Svo er það nú þannig að þó hann sé ekki komin með full 25 ár að það er vel hægt að semja um að ná fornbílatrygginguna EF þú átt annan aukabíl. Það spara þér í það minnsta 50 þúsund á hverju ári
En svo fylgja þessu ákveðin skilyrði, t.d. má ekki taka af honum númerin (ég var búin að lofa Loga því) enda er hann flottur á gömlu númerunum.
En svo held ég að það sé mun ódýrara fyrir menn að kaupa góðan bíl heldur en að byggja upp úr slæmum bíl - því eins og sést með þennan þá er búið að setja miklu meira en 300 þús í hann síðan hann fór í uppgerð og ekki var hann slæmur fyrir hana.
Það eru fjórir E21 menn hér sem ég myndi gjarnan vilja að keyptu hann, það væru bestu "arftakarnir" - þið vitið hverjir þið eruð

En svo geta nýgræðingar oft staðið sig vel - ég er auðvitað algjör nýgræðingur í svona
