Jæja... M5 seldur og ég komin á "nýjan" grip.
Bíllinn er komin með aldur til að fara í ríkið en sá "gamli" var átti að fermast í vor

.
BMW 323i fyrst skráður 11.11.1981. Í bílnum er ekki vökvastýri, 5 gíra.
Standard búnaður: Öryggisbelti fyrir 4 og álfelgur!
Það eru 10 eigendur að bílnum með mér en bíllinn hefur ýmist verið í eigu Dalvíkinga eða Akureyringa alla tíð.
1998 var byrjað á yfirhalningunni (Logi á heiðurinn af þessu öllu)höfuðlegur og allar pakningar náttúrulega, það var skipt um ventlasæti, þéttingar og tilheyrandi.
Bíllinn er með original hlutföllum 3,45:1
Hafþór í TB skipti um spíssa 2001. Sama ár var skipt um allar vacum-slöngurnar í innspítingunni ásamt auxilary air valve, sem stjórnar loftflæði inn á vélina eftir hita hennar. Innspítingin í þessum bílum er Bosch K-jetronic, mekanísk, ekki tölvustírð. Þessar innspítingar voru mjög dýrar á sínum tíma og aðeins notaðar í BMW, Benz, Porsche, Ferrari, Volvo, Saab og Ford.
Hafþór skipti einnig um allar fóðringar og stýrisenda í framfjöðruninni 2001 og einnig var skipt um kertaþræði.
2002 voru settir í hann H&R gormar sem lækkuðu hann um ca 3 cm. Að aftan eru stillanlegir Koni-Sport demparar, sem eru stífir jafnvel í mýkstu stillingunni.
Einnig var skipt um alla bremsudiskana og klossana og dælurnar gerðar upp.
Persónulega hef ég áform um þennan bíl ef að peningar leyfa (og ef frúin ræður við vöðvastýrið). Ég ætla nú samt að halda því fyrir mig í bili í díteilum. En við erum hugsanlega að tala um smávægilegar endurbætur en auðvitað verður haldið í original lúkkið.
Hér eru nýjar myndir af A-4664 og MJ-877 líka. Síðan að þetta var tekið er sá hvíti búin að fara athugasemdalaust í gegnum skoðun og komin með 04 miða, ég er líka búin að kaupa auka felgur 13" sem ég ætla að byrja að taka í gegn í þessari viku og svo voru handbremsubarkarnir og teknir úr og smurðir voða fínt þannig að nú virkar allt fullkomlega nema gúmmíið á bremsufetilnum dettur alltaf af.