bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 09:17

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: PROLONG smurbætiefni.
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 14:28 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég var að láta smyrja bílinn áðan og það var verið að segja mér frá PROLONG smurbætiefni.... ég var bara að velta því fyrir mér hvort einhver ykkar hefði reynslu af þessu efni og hvort gott gæti verið að setja svona efni á M5, gírkassa og vél.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 15:06 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:04
Posts: 42
Location: Reykjavík
ég forðast það að nota svona drasl bara nota góða olíu og kannski Millitech.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 15:17 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég hef alltaf notað góða olíu, en ég get vel trúað að sum bætiefni virki vel, t.d. Militec en eftir því sem ég kemst næst ætti þetta efni að standa Militec miklu framar.

Ég er búin að senda meil á fyrirtækið og spyrjast fyrir um þetta, vonandi svara þeir. Ég gaf þeim líka upp þennan þráð til að þeir geti svarað fyrir sig.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 15:18 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Gleymdi einu.

Einhversstaðar las ég að M bílar væru ekki góðir með olíum sem hefðu litla mótstöðu og því ættu svona efni að vera slæm miðað við það.

En ég verð að segja fyrir mína parta að ég á bágt með að skilja að mótstaða geti verið af hinu góða í vélum.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 15:37 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Já, já ég hef aðeins heyrt um þetta PROLONG smurbætiefni. Maðr væri alveg til í að prufa en mér er alltaf samt eitthvað illa við að prufa nýjar tegundir þegar það kemur kemur að aðalfactor í heilsu vélar. Ég hef líka heyrt góðar sögur af FX-ONE sem kunningi minn er að flytja inn, en ég vil helst bara nota gömlu góðu olíuna.

Ég hélt að það væri almennt talið gott að olían veitti litla mótstöðu á vélum (ekki vélum sem brenna mikilli olíu). Finnst skrýtið ef M vélarnar eru eitthvað öðrivísi???

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 15:55 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það hélt ég einmitt líka...

FX-One og MILITEC er hvorutveggja búið að vera hér nokkuð lengi og ég hef prófað bæði fyrir langalöngu og gat ekki séð neinn mun í eyðslu eða vélarhljóði - ég hef reyndar alltaf notað bestu olíu með þannig að munurinn er kannski sáralítill ef nokkur.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 16:16 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:04
Posts: 42
Location: Reykjavík
ég komst að því um daginn að þýskur háskóli hafði stundað rannsóknir á því hvaða olía væri best fyrir Benz, og það reyndist vera castrol 20 W50 fyrir mína vél allavega, ég veit ekki hvort það hafi verið gerð svipuð rannsókn fyrir BMW.

Kannski að þið ættuð að kanna það.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 16:20 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:04
Posts: 42
Location: Reykjavík
Háskóli í Clausthal til að vera nkv.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Prolong málmmeðferð
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 21:19 
Prolong umboðið á Íslandi.

Ég er hér til að svara spurningu um hvort það sé óhætt að nota Prolong smurmeðferð á BMW vélar og gírkassa! Prolong er náttúrulegt smurefni og er með öllu hættulaust til notkunar á hreifiparta og hefur ekki áhrif á ábyrgðir bílaframleiðenda. Staðreyndin er sú að smurolíur hafa aldrei verið betri en nú,en smurolíur hafa sínar takmarkanir og við mikið álag og núning skapast mikill hiti og þensla málma sem veldur meira sliti og endar með vélarbilunum. Smurolíur þynnast við hátt hitastig og forðast hita og álagsfleti.

Grunnur Prolong efnanna er uppsettur af hreinum olíubasa 10-15 Cst og inniheldur ekki plastefni, PTFE resins (Teflon), grahite, molybdenum disulfide, eða önnur efni sem geta verið skaðleg og byggast upp í vélum. Prolong efnabasinn er framleiddur skv bestu fáanlegum stöðlum sem nefnast CP´s og er útgefinn af Lubrasoil sem er með fleiri hundruð heimsleyfi. Þeir gefa út staðla og framleiða gæðaefni í olíur fyrir stærstu olíuframleiðendur heims

Prolong hefur einnig heimsleyfi á efni sem nefnist AFMT sem stendur fyrir Anti-Friction Metal Treatment. Eiginleiki þessarar vísindalegu blönduðu málmmeðferðar efnasamsetningu er að hún vinnur á efna molecul rafeindum málma og leitar á málmfleti og er sérhönnuð til að blandast við vélarolíur og önnur bætiefni af þessu tagi, hvort sem sé um að ræða náttúruolíur eða gerviolíur. Prolong vinnur öfugt við smurolíur, í stað þess að forðast hita, sækir Prolong í hann og heldur niðri hita og þenslu málma, Þessa (Patented) vöru, skal ekki bera saman við venjuleg "bætiefni". Prolong þolir háan þrýsting og hátt hitastig. Minnkar mótstöðu, slit og veitir smurningu og smurvörn við ræsingar véla.

Gefur hámarks tækja og vélarlíf og er eldsneytis og orkusparandi.

Árangur í Íslensku mótorsporti með Prolong smurefnunum eru með ólíkindum og er Prolong orðið eitt mest notaða smurefnið á Íslandi í þeim efnum. Við erum með mörg virtustu fyrirtæki landsins sem notendur á Prolong smurefnum svo sem: Samskip, Eimskip, Vélamiðstöð RVK, Áhaldahús Kópavogs, Hampiðjan, Ísal, Íslenska Járnblendifélagið, Sementsverksmiðjan, Steinullarverksmiðjan, Sorpa, Hringrás endurvinnsla, GP kranar, Vífilfell og mörg önnur ánægð fyrirtæki.

Verið velkominn á vef okkar www.kbergmann.com

Kveðja
Kristján Bergmann


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Dec 2002 12:54 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 22:19
Posts: 164
Location: Mosó
prolong er að virka. þetta er ekki sleipiefni einsog militec þetta er olíubasi. = einsog venjuleg olía en vinnur á hita og núningi hreifanlegra parta í vélinni.
þetta virkar mjög vel í köldu veðri þar sem þetta veitir fyrst flokks kaldræsivörn...

dæmi: kristján í kbergmann sýndi mér militec og prolong í sitthvort vatnstglasið bæði efnin settust á botninn, hann tók nagla(einsog þú notar til að byggja húsið þitt með :P ) hrærði í militec-inu og það blandaðist ekki við vatnið og loðaði við naglahausinn, leit nagann vera í glasinu og militec-ið gerði ekkert meira...
Hann tók sama naglann, hrærði í prolonginu og það blandaðist ekki við vatnið og það loðaði einnig við hausinn á naglanum en það sem gerðist líka að þegar hann lét naglann vera í glasinu sá maður prolongið skríða upp eftir naglanum í vatninu..... það gerðist af því að efnið vinnur á jónum þ.e. sest utaná málm einsog segull... þannig að þegar þú startar bílnum þínum í miklum kulda þá er prolongið strax byrjað að virka þar sem það skríður upp eftir sílendrunum.
þú getur blandað prolonginu útí hvaða olíu sem er.... bæði á vél og drifbúnað...
það gerir olíuna bara betri....

ég vinn á smurstöð og hef oftar en ekki þurft að tappa af gírkössum sem nýbúið er að setja militec á og gírkassinn er bara verri í gírana eftir það.
þar sem militec er sleipiefni þá er það of sleipt fyrir gírkassann að hann nær ekki að bremsa sig niður þegar þú ert að skipta um gíra...
prolongið er ekki sleipiefni, það vinnur best á málminum þegar hann er að núast og býr til hita.... prolongið verndar málm gegn sliti... þannig að það er óhætt að setja prolongið á gírkassa, drif, driflæsingar og sjálfskiptingar.... þar sem efnið virkar bara á málminn ekki hina hlutina svosem diskana í driflæsingu eða sílicon kúplingar í millikössum...

einnig er til prolong á bensínkerfið. það er að hreinsa og smyrja allt bensínkerfið frá bensíntank til spíssa.... það er ekki bara hreinsiefni einsog flestar aðrar vörur, það smyr líka...

ég hef notað prolong á jeppann minn sem er með slitna vél og í einum jeppatúrnum ofhitaði hann sig tvisvar í brekku(útaf því að kælinginn var ekki nóg fyrir sjálfskiptinguna...) og bullsauð á honum, það kom ekkert fyrir vélina... enda prolong á henni og virkaði efnið bara meir í meiri hita....
ég er vissum að ég hefði getað brætt úr vélinnií jeppaferðinni ef ég hefði ekki verið með prolong... nú er komið meir en ár síðan og enn er hún að virka...


endilega ef ykkur er annt um bílana ykkar og viljið hugsa vel um þá, setjið prolong á þá.....


Davíð Freyr

_________________
Dabbi Xeron
BMW 323i '82 E21 (Seldur)
Jeep Cherokee Laredo 38" Blár(Heitir Blámi)
Colt '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Dec 2002 13:15 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Fæst þetta bara á öllum bensínstöðvum eða ?
Er þetta alveg sama efnið sem er sett í olíuna og er að hreinsa bensínkerfið?

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 05. Dec 2002 20:08 
Það eru sitthvort efnið fyrir olíu og sjálfskiptingar, svo er annað fyrir eldsneyti.

Þjónustustöðvar sem selja Prolong eru:

Bæjardekk, Mosfellsbæ.
Smurhöllin, í Hreifillshúsinu.
Shell smurstöðin, Laugaveg.
Smurstöðin Pennzoil, Hafnarfirði.
Bifreiðaverkstæðið Bílaspítalinn, Hafnarfirði.

Sölustaðir eru:
Landvélar, Smiðjuvegi í Kópavogi.
Vélhjól & sleðar, Kawasaki umboðið á höfðanum.
og svo er hægt að nálgast Prolong vörur hjá K Bergmann Sogaveg 108.

Kveðja
Kristján Bergmann


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 00:12 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 10. Oct 2002 02:27
Posts: 214
Location: Vesturbær
hversu mikið (ml) af prolong þarf maður til að setja á gírkassann.

Það er nákvæmlega 1.96 l á gírkassanum (Var að skipta um olíu og mældi í kassann) Má þá setja helling af Prolong í kassan??

Verður ekki of mikill þrýstingur?


Til að spara mér og öðrum ferðirnar á sölustaðina, hvað er almennt verð fyrir prolong vörurnar??


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Dec 2004 12:52 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 17. Apr 2004 21:54
Posts: 59
Location: Borg óttans
Jæja prófaði einhver þetta Prolong undraefni, hver var niðurstaðan?

gæti ekki hafa verið merkilegt efni miðað við hvernig þessi þráður fjaraði út!! :roll:

_________________
Mercedes Benz 190E 85' Jálkurinn
www.stjarna.is
Image
Kveðja
Guðmundur FS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Dec 2004 13:27 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
RA wrote:
Jæja prófaði einhver þetta Prolong undraefni, hver var niðurstaðan?

gæti ekki hafa verið merkilegt efni miðað við hvernig þessi þráður fjaraði út!! :roll:


Niðurstaðan getur ekki hafa verið góð, því maður fær bara einhverja klámsíðu þegar maður smellir á linkinn. :shock:

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 17 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group