Já ég hef nú lent í mörgum ósómanum þarna á hellisheiðinni, hehe en vegna þess að kærastan býr útá landi þá fer ég þangað sirka 2 í viku, "flúðir" og í 2 skipti þá fórum ég og vinur minn á BMW 318i minnir 2000 árg með bullandi spólvörn og þannig, hehe

yfir heiðina þegar að hún var ófær og vitleysan sem að maður var ekki að lenda þarna í, það voru bókstaflega snjóskaflar sem að náu mest uppí tæpa 40cm á hæð, og eina leiðin til að komast í gegnum það var bara að gefa í en skyggnið var svo slæmt að skaflarir sáust bara þegar að maður var næstum komin í þá þannig að við þurftum að halda okkur á 60 70 km hraða til að hafa smá forskot fyrir inngjöfina, hehe

og svo þegar að við vorum á leiðinni í rvk aftur þá klesstum við á snjóskafl og snerum bílnum og fengum næstum því risa flutningabíl á okkur en hann rétt svo náði að sveigja frá...
Svo áður en ég átti bmw inn sem ég á núna þá átti ég carinu 2, og ég fór allt á því kvykindi en í eitt skifti sprakk bremsudælan að aftan þannig að hann bremsaði bara vinstra megin að framan, (held að þetta kallist neyðarkerfi ef að bremsurnar bila) og fór þannig yfir heiðina síðasta vetur á sumardekkjunum og komst ekki hraðar en 30 niður kampana og svo þegar að það kom vindur þá þurfti maður að kúpla og rembast við að halda fákinum kyrrum á veginum því annars endaði það bara útaf,, eins lenti ég líka oft í því að þegar að það kom hliðarvindur þá var maður oftar en ekki komin yfir á hina akreinina..... en maður lærði af mistökunum og mun ég aldrey reyna þetta einu sinni á bmw-inum hehe,
Talandi um það hvar er hægt að fá bestu og gripmestu nagladekkin ?? þannig séð alveg sama um kostnaðin
