bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 16:04

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 50 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Mar 2003 22:23 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
gstuning wrote:
... Og það mun enginn eiga 2002 árgerð af Passat VR6 árið 2022, því að reka þann bíl verður fáránlega dýrt, þá þýðir ekkert að rúnta niður í umboð til að láta lesa úr honum og ætla að gera við þetta sjálfur, alltof dýrt, og ef maður er ekki þvílíkur DIY týpan með VW Tölvu í skúrnum til að bilanagreina þá þýðir það ekkert,
Þetta er eins og maður segir með gömlu amerískur, eina verkfærið sem þarf er hamar og svo lemur maður bara ofaní húddið þangað til að vélin lagast, En í dag, þá þarf bara plug´n play sem kostar shitload, og svo er miklu erfiðara að fá viðgerða upplýsingar um nýja bíla en gamla, veit einhver hvernig á að gera við lausagangstruflanir í nýjum S-600, en ´78 Corvettu???? Frekar vettan því að það er miklu einfaldara ...



Málið er bara að það eru svo fáir sem nenna að fara með bílinn sinn inn í bílskúr með hamar og "massa" þetta. Ég hef ekki nokkurn áhuga á því og hvað þá meirihluti almennings? Og þegar gstuning talar um að það sé miklu einfaldara fyrir hann að gera við Corvettu þá er MIKILL meirihluti almennings sem hvorki kann né hefur áhuga að gera við Corvettu eða aðra bíla.

(Ó)Venjulega fólkið vill bara keyra bílana sína, að öðru leyti hefur það engan áhuga á þeim.

Spurningin er bara eins og iar segir varðandi ábyrgðir framleiðandanna. Ef þeir geta skotist undan ábyrgð þá er það ekki jákvætt, en það mun alls ekkert endilega gerast. Ég sé þá þróun ekki vera að gerast. Til þess er of samkeppnin of mikil, ímynd of sterk og bílaverkalýðsfélög sterk. Ég efast um að mikil breyting verði á venjulegri 3 eða 4 ára ábyrgð. Það kostar að gera við bíla og mér finnst hið besta mál að eigendur kunna ekki að gera við bílana heldur bara láta mennina með tækin og tólin sjá um þetta. Þá verða þeir líka að hafa reynsluna, þekkinguna og réttu tólin. :wink:

Er þetta góð þróun? Að vissu leyti já og að vissu leyti nei. Mér finnst samt kostirnar vega þyngra svona fyrir (ó)venjulega fólkið sem vill öryggi og vill sem minnst vita af bílnum sínum. :roll: Mér þykir þessi þróun vera ansi "kvenleg". :) Svona áhersla á mikið öryggi og svona"vill ekki vita af þessu en vill þó hafa þetta í lagi".

Þið eruð óánægðir með þessa þróun sem stefnir í sífellt ópersónulegri bíla og ég skil það vel, en málið er að fyrir augum meirihluta almennings þá eru bílar bara farartæki sem verða aldrei persónulegir, því þeir eru ekki persónur. Ég er nú ekki alveg í þeim hóp, enda erum myndirnar um Herbie (Love Bug) uppáhaldsmyndirnar mínar. :wink:

Það hlítur einhver að leynast þarna sem er sammála mér?? :shock: Örugglega einhverjir skoðanabræður mínir sem halda sér til hlés.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Mar 2003 22:37 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
þetta er bara allt spurnign um hvers þú væntir af bílnum.. það er jú ekki annars að vænta af glænýjum bíl að hann sé tæknilega fullkomin og öruggur, annars væri jú varla mikil glóra í að kaupa sér glænýjan bíl.. og það er heldur ekki mikil glóra í því að etja saman e21 bimma og glænýjum passat þar sem aldursmunurinn á þessum bílum er ansi mikill. og fyrir utan það að þetta eru gjörólíkir bílar.. meina ef ég væri hr-vísitölupabbi með 2-3 krakka tjellingu og allan pakkan held ég að ég vildi nú ekkert með e21 bíl hafa.. jafnvel þótt það sé hægt að velta honum og opna allar hurðir á eftir 8) heldur myndi ég eflaust vilja passatin frekar enda sá bíll eflaust mun hentugri manni eins og vísitölupabba en ef ég væri kannsi meiri sona vísitölutöffari búnjinn að skilja við kellinguna og sona þá held ég að ég væri miklu meira á höttunum eftir e21 eða sambærilegum bíl..

í samb.. við tölvuvæðingu í bílum þá finnst mér hún bæði af því illa og hinu góða.. þetta stuðlar náttla af mun betri afköstum vélana fyrir minni pening og á að draga úr bilanatíðni s.s mun betra fyrir hinn venjulega mann, en það er jú orðið illmögulegt að reyna að eiga eitthvað við þetta heima í skúrnum og oft vilja þessar tölvur jú gera einhverja djöfulsins vitleysu og þá fer líka bara allt í fokk.. eins og dæmisagan um skynjaran sem gerði ekkert annað en að skynja að annar skynjari væri í lagi og þegar hann bilaði svo þá vissi hinn skynjarinn ekkert hvað hann átti að gera og fór bara í fokk og ruglaði alla hina skynjarana líka.. gaman gaman

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Mar 2003 22:38 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hehehe, sleikja stein! Góður!

Mjög gaman að þessu. Og það virðist engin hafa náð að sannfæra neinn!

Mig langar að koma með annan punkt hérna. Það er til hellingur af "enthusiast" klúbbum í heiminu, sérstaklega fyrir bíla. Finnst ykkur líklegt að það verði "enthusiast" klúbbur fyrir Passat eftir 20 ár? Einu VW klúbbarnir í dag eru klúbbar með gömlum bjöllum og fyrstu og kannski annarri kynslóð af Golf GTi (jú og kannski Corrado líka).

Hitt þykir bara ekkert sport og það er bara vegna þess að þessir bílar eru ekki eins skemmtilegir og vekja ekki upp tilfinningar svipað og gömlu bílarnir gera.

Hvað varðar öryggi bíla þá verð ég að líta svo á að vel sé hægt að gera E21 eða E23 jafn örugga og nýja bíla. Það þarf bara smá breytingar. Það er hægt að setja í þá ABS t.d. og spólvörn og veltibúr myndi gera ansi mikið ásamt góðum stólum og beltum.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Mar 2003 22:48 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
ég er sammála ykkur öllum í raunini, það er jú stæðsti hópurinn sem kann ekki að gera við bíla og langar ekki að kunna það.. og lýtur í raun á bílana sem allt annan hlut heldur en við vitleysinganir..
síðan er þessi nýja kynslóð bíladellumanna sem virðist bara hafa áhuga á því að sýna bílana sína og sjá aðra mála þá í skærum litum og vita síðan ekki neitt um hvernig bíllin virkar og hefur líklegast engan áhuga á öðru en að rúnta.. (jókst til muna eftir að fast and the furius kom en mér finnst að það ætti að hengja þá sem stóðu af þeirri mynd)

síðan eru sumir sem hafa áhuga á bílnum sjálfum og því sem honum tengist.. og leta þeir menn oftast í aðeins eldri bíla en þar er jú hægt að fá mun meiri bíla fyrir pening sem maður ræður við..
ég tel sjálfan mig nú tilheyra þessum flokki en eftir að hafa eytt gjörsanmlega öllum þeim pening sem ég hef þenað í að gera við bíla og laga hitt og þetta þá fékk ég smá ógeð.. keyri bara um á nissan þangað til ég hætti að fá hroll þegar ég heyri minnst á bilanir og þá fæ ég mér einhevrn feitan bmw :roll:

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 00:56 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
bebecar wrote:
Mig langar að koma með annan punkt hérna. Það er til hellingur af "enthusiast" klúbbum í heiminu, sérstaklega fyrir bíla. Finnst ykkur líklegt að það verði "enthusiast" klúbbur fyrir Passat eftir 20 ár? Einu VW klúbbarnir í dag eru klúbbar með gömlum bjöllum og fyrstu og kannski annarri kynslóð af Golf GTi (jú og kannski Corrado líka).



Það er nú alls ekki rétt að einu VW klúbbarnir séu bara um Golf mk1 eða mk2. Bæði Golf mk2 og mk2 klúbbarnir fara hratt fækkandi og mk3 og mk4 verða ódýrari og klúbbar um þá bíla eru alveg til staðar. Reyndar eru þetta aðallega VW klúbbar eða jafnvel VW Golf klúbbar og það er alls ekki þannig að einu bílarnir í þeim klúbbum séu Corrado eða Golf mk1 eða mk2. Ég ætti að vita sitthvað um þetta, sem gamall/núverandi Golf mk2 nut og gamall Golf GTi mk2 eigandi. :wink: Ég fór á gömlu góðu mk2 linkanna mína í favorites, nánast allar heimasíðurnar voru hættar, uppfærðar í mk3 eða mk4 eða að hætta. Hinsvegar er alveg rétt að EKTA no bullshit "enthusiast" kúbbarnir eru mk1 og mk2, en málið er bara að almennt eru þessir ekta "enthusiast" klúbbar að deyja út, kannski í takt við það hvað bílarnir verða ópersónulegir. Klúbbarnir eru alveg til, en krafturinn og áhuginn er ekki eins einlægur, því miður.

Mikið er ég annars kominn með leið á þessum blessaða Passat og allt tal varðandi hann! :shock:

Finnst mér líklegt að það verði klúbbur gerður um venjulegan Passat eftir 20 ár? Auðvitað ekki, enda var Passat aldrei bíll hannaður með það í huga að vera "enthusiast" bíll. Nákvæmlega það sama er núna hægt að segja um venjulega 20 ára bíla, margir þeir voru venjulegir og þykja/þóttu hundleiðinlegir. Bílar sem var ætlað til að vera öruggir fjölskyldubílar verða aldrei "enthusiast" bílar. Það eru til HELLINGUR af glænýjum bílum sem verða klassískir eftir 20 ára og verða "klúbbs" bílar, en Passat er sennilega ekki einn þeirra. Þar að auki er líklegt að nýju ópersónulegu bílarnir núna, þyki persónulegir og sjarmerandi eftir 20 ár. Það er ekki bara nóg að bíllinn sé gamall, hann verður líka að vera eitthvað sérstakur á þeim tíma!

Annað sem er hægt að segja er að ólíklegustu bílar geta verið "enthusiast" bílar. Það er enginn ein formúla fyrir "enthusiast" bíl. Smekkur manna er misjafn og "enthusiasism" getur verið fyrir alls konar bílar, ljóta sem fallega, persónulega sem ópersónulega, gamla sem nýja. Fólk er bara gift einum í einu, það eru ekki allir giftir sömu frábærunni konunni (þótt þeir vilji það kannski). :roll:

bebecar wrote:
Hvað varðar öryggi bíla þá verð ég að líta svo á að vel sé hægt að gera E21 eða E23 jafn örugga og nýja bíla. Það þarf bara smá breytingar. Það er hægt að setja í þá ABS t.d. og spólvörn og veltibúr myndi gera ansi mikið ásamt góðum stólum og beltum.


Það má mál vera að það sé hægt, en hvers vegna er það ALDREI gert? Þegar bebecar eða Sæmi og þið allir kaupið E21 eða E23 hugsið þið þá: "Vááááá, þessi verður sko svakalega öruggur þegar ég set í hann ABS, ASR spólvörn og Airbags!"?

Ég skil ekki þetta "hvað sé hægt að gera ef" tal. Höldum okkur við forsendurnar sem gefnar eru, þ.e. hvernig bílarnir eru, ekki hvernig bílarnir geta verið ef þetta eða ef hitt.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 50 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group