Bjarki wrote:
Það getur vel verið að svona dótarí virki en ég nota nú bara alltaf góða olíu og skipti reglulega um síu og olíu.
Mjög mikil kaldhæðni þegar m10 vélin bræddi úr sér í gamla 518i bílnum mínum þá var ég nýbúinn að skipta um olíu á bílnum (500km) og setja Militec-1 á bílinn og notaði reglulega innspýtingarhreinsi.
Ég er ekki að gefa í skyn að þessi efni virki ekki en samt aldrei að vita hvenær eitthvað klikkar.
Já þeir hjá Prolong vilja ekki láta bera sig við önnur efni allrasíst militec þar sem þetta eru tvö ólík efni. Ég hef sjaldan verið hrifin af bætiefnum og þegar ég loks prufaði militec í 2 eða 3 skipti fannst mér það bara vera peningasóun, fann ekki neinn mun á eyðslu, gangi vélarinnar eða einhverju öðru yfir höfuð.
Tekið
afhttp://frontpage.simnet.is/prolong/icelandic.htm
Grunnur Prolong efnanna er uppsettur af hreinum olíubasa 10-15 Cst og inniheldur ekki plastefni, PTFE resins (Teflon), grahite, molybdenum disulfide, eða önnur efni sem geta verið skaðleg og byggast upp í vélum.
Er ekki teflon í militec?
_________________
Mercedes Benz 190E 85' Jálkurinn
www.stjarna.is
Kveðja
Guðmundur FS