Ég verð að segja ég er rosalega ánægður með hvað þessi klúbbur er að vaxa,
Ég er með tillögu að við sem kúbbur reynum að setja um góðan gagnagrunn fyrir bílanna okkar, þá viðgerðir, aðferðið, tæknilegar greinar, leiðbeiningar, uppfærslur, og bara helst allt sem kemur bmw við sem mekanískur hlutur,
T.d gerði ég dauðaleit eftir því hversu margar tennur er á crankinu á 325i e30, ég þurfti þetta til að segja smt6 á bílinn hans stefáns, ég fann í staðinn mjög mikið af upplýsingum, frá einhverjum rúsneskum site,
Þar fann ég wiring diagrams fyrir þó nokkra bíla, einnig bilana leitir og fleira en það var á rússnesku þannig að það var í raun ekki hægt að nota þær, en wiring var á ensku, ég fann ekki fyrir bílinn minn, en fann fyrir flesta aðra bimma, svo veit ég helling um e30 bílanna, og það sem að þeim viðkemur, ég veit um góða síðu á e30.de sem inniheldur öll drifhutföll sem voru í e30 og í hvaða e30 þau voru, svo lika mjg tæknilegar upplýsingar eins og kveikjan við tdc og alskonar aðrar upplýsingar, það er svo rosalega auðvelt að gera við bílinn sinn með réttar upplýsingar,
T.d Electronic Troubleshooting Manual geisladiskurinn hann væri gullsígildi, drauma hlutur að eiga,
Og fleira í þessa átt, eins og haynes bækurnar, og bentley bækurnar, það er svo gott að nota þær þegar er verið að gera við,
Ég er mjög fylgjandi stefnunni sem hefur verið ákveðinn fyrir klúbbinn, mér finnst að við ættum allir að taka okkur til og skrifa tæknilegar greinar þegar við höfum gert eitthvað í bílunum okkar, t.d skipt um dempara, röð aðgerða og þannig, hvaða parta á að kaupa, og kannski númerinn með ef menn geta,
Ég man á
www.bmwe30.net að þar voru rosalega margar svoleiðis greinar, og mjög gaman að fletta í gegnum þær,
t.d hvernig á að búa til one touch window switch, og fleira,
Ég er alveg tilbúinn að skrifa greinar um tjúningar og það sem þeim viðkemur, allt frá síum uppi mína bestu kunnáttu, því að ég vil að íslenskir bmw eigendur séu upplýstir um allt sem viðkemur að eiga
The ultimate driving machine, og geti ákveðið hagi bílsins síns eftir því sem að þeir vilja með hann gera, t.d það setur enginn veltibúr í bíl ef ekki á að keppa, nema að það sé keppni í að eiga flottasta sýninga bílinn,
Þannig að menn byrjið að leita að öllu sem þig getið um bmw-a og senda gunna linka eða texta,
t.d fann ég eitthvað um 745i fyrir sæma um daginn en er nú búinn að týna því, held að ég hafi fundið það á turbo bimma síðunni evrópsku.
Ég veit að sumir luma á einhverjum bókum um viðgerðir og svoleiðis og það væri flott að koma þeim upplýsingum á netið fyrir alla.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
