1993 BMW E34 540i
Þessi þráður er tileinkaður bílnum mínum sem rann úr verksmiðjunni sem sjálfskiptur 540i í maí 1993. Bíllinn byrjaði líf sitt í Þýskalandi og hefur augljóslega verið vel við haldið þar En hann hefur lent í einhverju smávægilegu tjóni að framan þar sem hefur ekki verið gert neitt of vel við. Þegar hann er orðinn 14 ára gamall í maí/júní 2007 kemur hann til Íslands og var þá ennþá stock í útliti, með nýtt nýrnastykki, smávægilega brotinn framstuðara og á flottum Style 32 felgum. Hann var ekki búinn að vera lengi á Íslandi þegar sjálfskiptingin bilaði í honum og þá byrjaði hann að flakka á milli eiganda sem reyndu að laga skiptinguna en ekkert virtist ganga. Á endanum kaupir Bjarki Hallson (Skúra Bjarki) bílinn og setur í hann 5 gíra beinskiptann gírkassa og selur mér bílinn þannig. Þá er hann ekki lengur á Style 32 felgunum heldur ljótum orginal 15" Style 2. Það fyrsta sem ég geri við bílinn er að setja lækkunar fjöðrunina sem ég átti í E34 535i bílnum mínum í hann og 17" M Contour replicur undir hann. Síðan skipti ég út afturljósunum fyrir Hella rauð/hvít sem ég var búinn að modda aðeins, en ég dekkti hvíta partinn örlítið. Fyrir neðan efnisyfirlitið eru myndir frá því.
Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir var ég að kaupa þennan bíl af honum Bjarka.
Það var upprunalega ekki planið að selja 535-inn í langna tíma en þetta flottur og góður 540i býðst þá fá ýmsir hlutir að fara. Ég seldi meðal annars tölvuna mína, bílinn sem ég var ég nýbúinn að kaupa sem winterbeater og fína og flotta Android símann minn til að eignast þennan bíl og er núna að selja 535-inn sem að ég eyddi alveg fullt af tíma og peningum í að gera flottan og góðan og ætlaði að eyða ennþá meiri tíma og peningum í að gera ennþá flottari og betri.
En fyrst þessi kom, þá var hafist handa við að gera hann eins og ég vill hafa hann. Til að byrja með þá tók ég þessi svörtu Hella afturljós af honum, þar sem mér finnst þau bara plain ljót, hér eru fyrir og eftir myndir:
Síðan færði ég fjöðrunina úr 535i yfir í þennan og úr þessum yfir í 535i. Setti líka 17" M Contour felgurnar mínar undir þennan.
Tók smá rúnt upp á Ásbrú í dag og smellti af nokkrum myndum. Vona að þær eru ekki of dökkar eða ljósar eða asnalegar, en þar sem ég seldi tölvuna mína verð ég að sætta mig við lélega tölvu og sjónvarp til að vinna þær
Plön fyrir þennan bíl skiptast í tvennt, það sem ég ætla að gera áður en 535i selt og svo rest.
Það sem ég ætla að gera áður en 535i selst (nema hann seljist mjög fljótlega) er að pússa niður í málm beygluna á afturbrettinu og bletta í hana, bletta í húddið þar sem lakk hefur flagnað og svo í hurðarfals þar sem lakk hefur verið pússað í burt.
Það sem ég ætla að gera eftir að 535i selst:
*Setja sílsaplöst á hann og samlita að neðan, hef hugsað mikið út í þetta og hef ákveðið að láta vaða þegar ég hef efni á því og sjá hvernig það kemur út.
*Kaupa nýjan lista undir ljósin og ný nýru, láta mála húddið og laga beygluna á afturbrettinu.
*Taka þriðja þokuljósið af afturstuðaranum og láta loka gatinu.
*Losna við "GETRIEBEPROGRAMM" úr mælaborðinu þar sem bíllinn er ekki SSK lengur.
*Kaupa allt nýtt í bremsurnar.
*Viðhalda bílnum alveg 110%
Ég ætla að forðast það eins og ég get að nota þennan bíl í saltinu í vetur þar sem ég vill að hann haldist eins góður og hann er. Það er alveg æðislegt að keyra E34 með þessari vél tengda við gírkassa og læst drif og á þessari fjöðrun, ég er allavega mega sáttur með þennan bíl og vill bara þakka Bjarka kærlega fyrir viðskiptin!