Var að vinna meira í þessum í kvöld. Það sem er búið að gerast á þessu ári:
*Nýr framstuðari sem er ekki með þvottabúnaði fyrir ljósin.
*M5 / Facelift sílsaplöst
*OEM Westfalia dráttarbeisli með aftakanlegum krók
*M5 afturstuðari (fékk þennan stuðara og krókinn hjá Kristjáni 535 gegn því að redda öðrum M5 afturstuðara handa honum sem er ekki með gati fyrir dráttarkrók)
*Hella spoiler
*Allar spyrnur að framan nýjar
*Allir diskar og klossar nýjir ásamt borðunum fyrir handbremsuna. (Skúli átti auðvitað nýja fram diska á lager sem ég fékk hjá honum og sparaði mér nokkra þúsund kalla!)
*Lagaði rafkerfið í skottið en það var farið að nuddast í sundur þannig að númeraplötuljósin voru hætt að virka.
Ég setti jumper í tengið fyrir ssk tölvuna sem var í honum þegar hann var sjálfskiptur til að losna við Getriebeprogramm villuna úr mælaborðinu. Núna eru engin villuboð í bílnum. Tók stuttan rúnt í kvöld og fannst bara óþæginlegt að heyra ekki gongið þegar ég drap á honum, leið eins og eitthvað væri bilað

En það er búin að vera þessi Getriebeprogramm villa síðan ég fékk bílinn og hann hefur alltaf látið mig vita þegar ég drep á honum.
Hann er 98% tilbúinn fyrir Bíladaga. Það sem vantar er lokið á afturstuðarann fyrir dráttaraugað. Ég keypti það nýtt í umboðinu og það er í málun núna. Fer síðan með hann í skoðun og breytingarskoðun fyrir krókinn á morgun.
Kem kannski með einhverjar myndir á næstunni, en að öllum líkindum koma engar myndir fyrr en rétt fyrir næstu mánaðarmót. Mikið að gera hjá mér fram að Bíladögum og utanlandsferð strax eftir Bíladaga, svo ég sé bara til. Þetta update verður að minnsta kosti að duga í bili!