Jæja.
Kannski vert að gera smá update á þennan.
Eftir að vera búinn að eiga 6 gíra kassann í hálft ár þá er ég loksins byrjaður að skipta um. Er búinn að sanka að mér öllum hlutum sem mig vantar og vil ég þakka bæði Sigga Sh4rk og Nonna x5power fyrir að redda mér hlutum sem fengust ekki hérna á Íslandi fyrr en eftir 7-10 daga, en ég get þá klárað þetta núna um helgina. Góð hjálp frá honum Skúla inní skúr er líka búin að auðvelda þetta til muna

En hérna er allt sem ég pantaði frá USA, sem ég hélt þegar ég pantaði að væri allt sem ég þyrfti.
6 Gíra gírhnúður, þyngdur. Ekki með M merki sem er eins og ég vill hafa það!

Allar pakkdósir í gírkassann og aftaná vélina, nýjir gírkassapúðar, gírkassabiti, ýmislegar pakkningar og fóðringar, E60 short shifter stöng.

Svona er bíllinn núna inní skúr.

Gírkassinn kominn úr og hinn tilbúinn í. Munurinn á 5 gíra og 6 gíra.

Drifsköptin. 6 gíra er styttra.

Kúplingarnar og sem því fylgir. Stóra er E34 540i og litla er E39 540i.

Stærðar og lengdarmunur á ýmsum öðrum hlutum sem tilheyra þessu swappi.

Styttri stangirnar eru fyrir 6 gíra. Stærra guibo-ið fyrir 6 gíra og boltarnir fyrir neðan það eru þeir sem festa drifskaptið og gírkassann við guibo-ið. 3 gírstangir, vinstri er E60 short shifterinn, miðjan er sú sem fylgdi með 6 gíra kassanum og hægri er sú sem var í bílnum.
Svo ætla ég að klára þetta sem fyrst þar sem ég þarf að skila skúrnum sem bíllinn er í. Þegar þetta er tilbúið fer bíllinn síðan í áframhaldandi vetrargeymslu.
Ég tók líka upp á myndband throwið á milli gíra með gamla setupinu og mun síðan taka upp þegar ég verð búinn að setja þetta saman til að sjá muninn á short shifternum. Pósta því þegar þetta er tilbúið.