Hvað eiga smáfyrirtæki eins og Alpina eiginleg að gera þegar maður getur keypt fullt af hestöflum beint frá verksmiðjunni? Alpina B5 hefur hins vegar svar við hinum nýja BMW M5 og notar til þess allt aðra tækni. Undir húddinu er ekki hásnúnings V10 vél heldur hin þekkta V8 með 4,4 lítra rúmtaki. Þetta er sama vélin og er í B7. Vinstra megin framan til í húddinu er leyndarmálið á bak við kraftinn, túrbína.
Vélin er 500 hö við aðeins 5.500 sn/min. Hún nær hámarkstogi, 700 Nm, við 4.000 sn og heldur hámarkinu þangað til yfir 5.000 sn. Í bílnum er 6 þrepa sjálfskipting og hægt er að skipta með tökkum í stýrinu. Krafturinn í bílnum er þvílíkur að spólvörnin hefur nóg að gera. Hröðunin sem framleiðandinn gefur upp, 4,7 sek., virðist vera nokkuð hógvær tala því B7, sem er 250 kg þyngri, er 4,8 sek í hundraðið. Aðalatriðið er að mesta hröðun næst með því að stíga eingöngu á bensínið. Hér þarf ekki að stilla neitt sérstaklega eins og í M5.
Hver hámarkshraðinn er, er ekki enn vitað. B7 náði 311 km/klst. og B5 ætti að vera sneggri. Innanhúss hjá Alpina eru menn samt að ræða um að setja hámark 300 km/klst. Vélin gengur mjög þýðlega í lausagangi, 600 sn/min. Fyrst þegar gefið er í botn lætur vélin vel heyra í sér án þess að vera nokkurntíman hávær. Hröðunin er algerlega línuleg og ekki er að finna að það sé túrbína í bílnum. Sjálfskiptingin er mjög góð og aðeins við fáar aðstæður er viturlegt að skipta sjálfur um gíra. Fjöðrunin er stillt á frekar þægilegan máta og gleypir misfellur í götunni vel.
Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars. Hann verður einnig boðinn sem Touring og verðið verður sambærilegt við M5.
Helstu tæknilegar upplýsingar:
Vélarstærð (cm3):...4.398
Afl (kW (hö)):.........368 (500)
Tog (Nm (við sn.)):.700 (4.250)
Þyngd (kg):.............1.720
0-100 km/klst. (s)....4,7
Grunnverð (EUR):...88.000

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
