bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 09:53

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 11. Jan 2005 21:18 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Báðir þessir bílar eru frá Bayern. Annar með framhjóladrifi og þverstæðum mótor en hinn með afturhjóladrifi og langsum mótor. Ódýrustu gerðirnar kosta um 20 þús EUR en með þessum vélum og aukabúnaði s.s. loftkælingu, geislaspilara, álfelgum og metallakki er verðið fljótt komið í 30 þús EUR.

BMW-inn þykir ekki uppfylla nógu vel þær gæðavæntingar sem gerðar eru til slíks bíls. Það eru stórir harðplastfletir inni í bílnum, hljóð í hurðum er ekki nógu traustvekjandi og það er vindhávaði. Þar fyrir utan er sætisstaðan óþægilegri og erfiðara að komast í sætið en í Audi. i-Drive takkinn er líka talinn til lasta. Rýmið er minna í ásnum þrátt fyrir lengra hjólabil. Ef framsætinu er ýtt aftur er varla nokkuð pláss eftir afturí. Einnig er þröngt að fara aftur í bílinn og skottið er minna en hjá Audi. Sem fjölskyldubíll er engin spurning að Audi með framhjóladrif og þverstæðan mótor er betri.

En ekki má gleyma því að BMW hannar bílinn út frá þeirri hugmynd að bílstjórinn sé miðpunkturinn. Í þessu felst að stýri, gírhnúður og pedalar eru fullkomlega staðsett auk góðra sportsæta (aukabúnaður) þar sem hægt er að stilla hliðarstuðninginn með rafmagni. Og auðvitað hefur afturhjóladrifið þann kost að enginn kraftur er að trufla stýringuna á framdekkjunum.

Nútíma framdrif eru ekki miklir eftirbátar afturhjóladrifs. Audi-inn nær að halda svipuðum hraða í gegnum beygjur og við sumar aðstæður virkar hann betur. Í þægindum er Audi framar og fjöðrunin er miklu stífari í BMW. Hún er sportlegri en til lengdar óþægileg. Uppspretta skemmtunarinnar eru tvær 2ja lítra dieselvélar. 120d er 163 hö og 1445 kg. Togið (340 Nm við 2000/min) tryggir skemmtilegan akstur þegar vélin er komin upp fyrir lausaganginn. Eyðslan er 7,7 l/100 km. Vélin í Audi er háværari og maður finnur meira fyrir titringi. Hún er 140 hö og togar 320 Nm við 1750/min. Það er styttra á milli gíra í Audi og það vegur upp minna afl. Hann eyðir næstum heilum lítir minna á hundraðið. Þótt skiptingin í BMW sé betri er gírkassinn hjá Audi bara rétt þar á eftir. Hann er ekki alveg eins nákvæmur en er mýkri og styttra er á milli gíra.

Audi-inn vinnur því hann er betri bíll til almennra nota. BMW-inn er hins vegar aðeins betri hvað aksturseiginleikana varðar.

Niðurstaða:...............Audi A3 Sportback 2,0 TDI.......BMW 120d
Boddýið (100)...............................78...................................68
Notkun (50)...................................40...................................40
Akstursþægindi (100)....................79...................................75
Vél og drifás (100)........................83....................................79
Akstursöryggi (100).......................81...................................86
Bremsur (50)..................................38...................................35
Umhverfi (50)................................35...................................34
Kostnaður (100).............................91...................................84
Samtals (650)...............................525.................................501

1. Audi A3 Sportback 2,0 TDI: Hann er rúmur og gæðalegur í alla staði auk þess að vera þægilegri. Bremsur og aðrir aksturseiginleikar koma á óvart. Vélin er eyðslugrönn og kraftmikil.
2. BMW 120d: Með mikið akstursöryggi, góða aksturseiginleikar og öfluga og vel hannaða vél vinnur hinn þröngi 120d hjörtu þeirra sem hafa ánægju af því að keyra. Að öðru leiti er hann of stífur, of dýr og ekkert sérstaklega eyðslugrannur.

Helstu tæknilegar upplýsingar:
..............................................Audi A3 Sportback 2,0 TDI.......BMW 120d
Vélarstærð (cm3):................1968...........................................1995
Afl (kW (hö)):......................103 (140)...................................120 (163)
Tog (Nm (við sn.)):………..320 (1.750)................................340 (2.000)
Þyngd (kg):..........................1464............................................1445
0-100 km/klst. (s).................8,8...............................................8,3
Eyðsla (l/100 km):...............6,8...............................................7,7
Hávaði á 100 km/klst (dB)...65................................................64
Grunnverð (EUR):................23.450........................................24.400

Image
Image
Image
Image

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jan 2005 21:28 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Þessi Audi er dáldið öflugur að framan 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Jan 2005 17:25 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sat 23. Oct 2004 01:00
Posts: 419
Location: Vestmannaeyjar
persónulega finnst mér Audinn flottari.

_________________
Björgvin Hlynsson. S.6636835
Bmw E34 525iXa '94
MMC Pajero 2.8tdi '96
Ducati 999s '05 Monoposto


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group