Vegna íbúðarkaupa er bíllin minn til sölu. Bíllinn er í ágætis ástandi, ekinn aðeins
198þ. km. Ný skoðaður. Sem nýr að innan, lítið ryð að utan. Leður sæti, topplúga, mældur 220 hö í dino. Hann er sem nýr að innan og það er algjör draumur að keyra hann. Bíllinn var fluttur inn nýr fyrir forsjóra Flugleiða. Hann er á 17" rondell 58 felgum og á sumardekkjum, hálfslitnum að framan, slétt að aftan. Ein felgan skemmdist á dögunum en það er búið að rétta hana.
Nýlegt púst er undir bílnum. Búið er að taka allt bremsukerfi í gegn. Fyrir ca. ári var skipt um dempara (bilstein) og gorma að framan. Skipt var um annan demparann (sachs) að aftan fyrir 2 mánuðum síðan, dempari hinum meginn fylgir með.
Bíllinn þarfnast smá lagfæringar. Hann lekur meðfram röri á bensíntanki. Einnig lekur skiptingin með pakkdósum (sem fylgja með).
Eftirfarandi varahlutir fylgja með bílnum.
1stk Sachs dempari (að aftan)
2stk pakkdósir á skiptingu
1stk viðgerðar manual: BMW 7 Series (E32) Service Manual: 1988-1994 by Bentley Publishers.
Verðhugmynd: 400þ. kr.
Hér eru nokkrar myndir teknar sumarið 2003, ég set inn nýrri myndir í kvöld.
