Ég er búinn að finna bílinn og ræða við eigandann.
Renndi bara upp í götuna aftur seinna í kvöld og þá var búið að bakka bílnum í stæðið með brotinn afturstuðara. Þannig að ég hringdi í lögguna sem tók skýrsluna og ætlaði bara að bíða eftir þeim. Held ég myndi græða mest á því þar sem þetta er allt frekar augljóst og ég í 100% rétti.
Á meðan ég var að bíða rölti eigandinn reyndar út og við spjölluðum aðeins. Hann sagði mér að bróðir hans sem var ný kominn með prófið hefði horfið á bílnum í soldinn tíma (semsagt panikkað einhvað við að keyra á bílinn og stungið af). Þannig að við gerðum bara tjónaskýrsluna og tryggingarnar sjá um rest. Löggan kom reyndar á meðan en ég áhvað að vera ekki að gera neitt vesen þar sem ég fæ mitt bætt að öllum líkindum og allt augljóst.
En allavega, takk samt
