Jæja bílinn er kominn með viðurnefni
þ.e fúli eða grumpy, þar sem að um daginn þá gerði hann mér lífið svo geðveikt ömurlegt
Hann drainar rafmagn þegar hann er ekki í gangi, þannig að hann er dauður ef það er langt síðan maður var að keyra hann
Þannig á föstudaginn fyrir tveim vikum þá var ég og óskar á "BENDER" aldarinnar niðri í bæ, allaveganna þegar ég og óskar erum að fara setja hann í gang þá fór hann í gang eftir heillangann tíma að starta og leiðindi,
svo þá poppaði olíurörið mitt úr leiðslunum og olían útum alla götu hjá óskari,
Þannig að þar sem að allt var svona temmilega sökkandi þá ákvað ég bara að koma daginn eftir og kíkja á þetta
Næsti dagur :
Búinn að kaupa hosuklemmur og svona , olíu og eitthvað , þá förum við í rvk að kíkja á þetta, var í geðveikt leiðinlegu veðri að setja rörið aftur í bílinn , gékk vel en tók tíma og ég var orðin gegnblautur á bakinu,
jæja setja olíu á hann og cranka þessu, hann fór í gang, og enginn olía, svo drapst á honum ............
þá var hann orðinn bensínlaus líka, þannig að við fórum að setja bensín á brúsa ,, jæja komum aftur til að kíkja á þetta, þá setjum við bensín á og setjum í gang, og komust loksins af stað, svo á leiðinni þá fer hitamælirinn alveg í botn um leið og ég kem inná bensínstöðina, þá höfðu vatnshosurnar losnað af pípunum inní miðstöðina, jæja FINE,,,
ætluðum að redda því, en enginn tól til staðar og geðveikt leiðinlegt veður alltíeinu, parkerum bílnum þarna bara og ákveðum að koma daginn eftir, enda líka búinn að fá alveg nóg, ,
Dagurinn eftir það,,
Komum með tól og svona, ekkert gékk að fá slöngurnar til að ekki leka , en svo kom í ljós að hitinn á vatninu í vélinni var geðveikur,, en ekki á reservoir tanknum, því lokaður vatnslás líklega því að vatnið kemst ekkert inní vatnskassann sem var einnig kaldur,,
ekkert við þessu að gera nema að færa bílinn fyrir aftann bensínstöðina á bílastæði hjá einhverri blokk,
spóla áfram þangað til í gær,,, ég og stefán fórum að ná í bílinn,,
þannig að nú þarf ég að fara yfir helling af dóti áður en hann fer aftur á götuna,
Taka loftboxið af, og fara yfir vatnsslöngurnar, mögulega fara í M50 slöngur til að losna við aukaendann púst meginn,
Taka vatnskassann úr til að komast að vatnslás og prufa hann,
svo er það smíða bracket fyrir dipstickið, gera rafmagnsviftu conversion,
laga olíupönnuna, víra SMT í final uppsetningu,
laga rafmagnið þannig að útvarpið fari í gang þegar maður setur á ACC ekki þegar maður kveikir á ljósinu, sama með miðstöðina að hún geti ekki alltaf verið í gangi ,,
Svo er það að setja í hann græjur,
custom swaybar adjusters að aftann
konis að aftann
nýjir gormar
M3 loftinnstaks boxið
Taka í burtu ABS
M3 swaybar links að framann
ditta aðeins að felgunum
og loks mála fyri 17.jún
Þannig að ég hef til 17.jún til að gera han flottann aftur að utan
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
