Haffi wrote:
Tökum stjörnuna á benS snúum henni öfugri og málum hana bleika.
Alveg jafn heimskulegt og að breyta litunum á BMWlogoinu.
Nei rólegur, þetta er algjör útúrsnúningur.
Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki pælt í þessu fyrr en ég sá Sveinbjörn(Alpina) á fartinu á M-techII bílnum svarta seint í sumar. Það tók mig smá tíma að fatta hvað var svona öðruvísi við hann, þetta var BARA svalt.
Og það er alveg rétt sem einhver hér sagði að allir sem hafa minnsta vit á bílum fatta alveg um hvaða bíltegund er að ræða þó merkin séu farin af. BMW merkið er nú alltaf til staðar í stýrinu svo mér finnst að ef um eitthvað tæki sé að ræða þá megi alveg taka merkin af. Einsog t.d. fart, sem er með 'de-badged' M5, þá fyndist mér bara flottara ef eitthvað er að láta BMW merkin fjúka líka. Það er einsog hann hækki um smá respect við það, því sá sem horfir á hann þarf að pæla í honum.
Þetta er einsog með bíómyndir, leikstjórar vilja skilja eftir spurningar í bíómyndum sem þeir framleiða, allt til þess að fá áhorfendur til þess að hugsa um myndina eftirá. Þannig virkar þetta allavega á mig.
