Touring þristur
Á IAA bílasýningunni í Frankfurt haustið 2005 verður Touring útgáfan af þristinum kynnt og í framhaldi af því verður hægt að kaupa hann hjá umboðsaðilum. Málin á bílnum eru þau sömu og á 4ra dyra bílnum sem kemur í mars. Afturhlerinn opnast á tvennan hátt (rúðan og allur hlerinn) og hallar mjög mikið sem bendir til þess að við hönnunina hafi ekki endilega verið haft að leiðarsljósi að hámarka farangursrýmið. Í boði verða fjórar bensínvélar (320i - 150 hö, 322i – 190 hö, 325i – 218 hö og 330i – 258 hö) og tvær diesel vélar (320d – 163 hö og 330d – 258 hö). Seinna kemur 335d sem verður 272 hö.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
