Þægilegri möguleiki en M5
Arftaki síðustu Alpina fimmu sem hét B10 mun heita B5 og verður sýndur á bílasýningunni í Genf næsta vor. Hann verður með sömu vél og er í Alpina B7 sem er 4,4 l V8, 500 hö og með 700 Nm tog. Með þessari vél á hröðunin frá 0-100 km/klst. að vera 4,7 sek. og hámarkshraðinn að vera um 300 km/klst. B5 verður með 6 þrepa sjálfskiptingu með handskiptimöguleika. Öfugt við BMW M5 sem aðeins verður boðinn fjögurra dyra verður Alpina B5 einnig í boði touring.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
