Mér finnst alltaf jafn gaman af svona spyrnusögum sem maður og aðrir lenda í og langaði að vita hvort þig laumið ekki á eitthverjum svoleiðis sögum

- bara ekki hafa þeir jafn ýktar og Rice bílar eiga til að gera
Ég er með eina sem ég lenti í bara áðan!!! Geðveikt fjör
Þannig var það að á ljósum rétt hjá Staldrinu þá lenti ég við hliðiná Lexus 430 og Dodge Stealth. Maður gat bara ekki annað en að spyrna sérstaklega þar sem þetta var nokkuð flottur Lexus og en Dodge-inn heillar mig svo sem ekkert mikið en alltaf gaman að reyna sig við hliðiná öðrum sportbílum
Ég náði frábæru starti og ekkert spól og hoppaði fram úr báðum bílunum, en Lexusinn fór fram úr mér í um 80-85 km hraða (fyrsti gír búinn) en hann sló af þegar ég var byrjaður að nálgast hann mjög í um 140km hraða!!! Hefði verið kominn fram úr honum í 170 km hraða en kannski full mikill hraði hérna innanbæjar

Kíkti síðan aftur og Dodge-inn var langt fyrir aftan okkur
Alltaf gaman við BMW ana hvað þeir orku skuggalega þegar þeir eru komir á eitthvern hraða.
Fór síðan að athuga specs. um Lexusinn, ekki skrýtið að hann fór fram úr mér. Þetta litla kríli var 296 Hö og pínulitið

- en samt var minn að vinna mun betur á ferðinni. Langaði að reyna aftur, en bara á ferðinni (upp úr 100 km) en hann kom aldrei nálægt mér aftur
Bara gaman, þangað til löggan stoppar mig seinna um kvöldið og boðar mig í skoðun sem ég ætla mótmæla á morgun. Ekki einu sinni vika síðan ég kom úr skoðun
Það væri gaman að heyra eitthverjar svona sögur frá ykkur kæru spjallverjar
