ég hef keyrt aðeins um landið á mínum og fannst það fínt, maður finnur vel hvað sona mikið pláss og rými er þægilegt í löngum ferðum, gott pláss fyrir alla farþega og yfirdrifið farangursrými, ég er líka mjög ánægður með að það eina sem hefur komið uppá þessa 8 þús km sem ég er búin að keyra bílin klikk á vatnslás, eyðslan jú mætti heldur betur vera minni, en á góðum vegi með cruize control á má halda henni skikkanlegri,
ég er einmitt sammála bebecar með það að það er eitthvað sem heilalr mig við útlitið á gamla e32 sérstaklega og í rétta litnum á flottum felgum finnst mér óhemjusvalir og kom það mér mikið á óvart fyrst eftir að ég fékk minn að fólk er að spyrja mig útí bílin og hrósa mér þegar ég er stopp á ljósum og hef verið stoppaður á rúntinum og svo framvegis..
spilar líka aðins inn í þar sem ég er fæddur 85 að meðan ég er að vaxa eru bmw-ar eins og e32 e34 og e30 þeir bimmar sem maður sér mest af og því eru þetta þeir bílar sem detta í kollin á mér þegar ég hugsa um Bmw , og finnst mér einmitt svo gaman við t.d minn hvað mér finnst þetta eitthvað "ósvikin" Bmw
hér er einmitt mynd af gæjanum í sígópásu á glaumbæ í sumar.. var um eða yfir 20° hiti og sól og ef það hefði ekki notið loftkælingar og topplúgu heðfi verið ólíft inn í bílnum
