Fyrsti var Toyota Corolla '87, keyrði hann 55 þús. km. á 22 mánuðum,
næsti var MMC Colt TURBO '88, ógeðslega skemmtilegur bíll, náði 15,96 út míluna á honum, sá hann svo 2 árum seinna í tætlum í breiðholti,
Suzuki Samurai á 31", átti hann í 2 mánuði og keyrði kannski 300 km,
Toyota Corolla '86, 5 dyra hatchback, sjálfskiptur, virkaði ef maður skipti honum sjálfur úr L í 2 og svo í D,
MMC Pajero '85 stuttur á 31", druslaðist á honum alla leið inn í Þórsmörk og til baka meðal annars, vantaði svona 8-10 cm upp á að Krossáin færi yfir húddið á honum,
MMC Lancer '91, 5 dyra liftback, GLXI, ansi sprækur og skemmtilegur ef maður var bara einn í honum en togið var ekkert ef hann var hlaðinn,
VW Vento '94, 2,0 bsk, lét rífa hvarfa í burtu og smíða 2,5" púst í hann, sennilega einhver skemmtilegasti bíll sem ég hef átt, 15" álfelgur og spoiler og eitthvað rosalegasta skottpláss sem ég hef vitað, 3 golfsett og 3 golfkerrur duttu í skottið á honum og samt pláss fyrir nokkrar bjórkippur inn á milli
Chrysler New Yorker '94, 3,5 V6 24V 213,5 hoho, ógeðslega skemmtilegur amerískur prammi og eyðslan ekki nema 15-16 l á hundraði innanbæjar,
Hyundai Sonata '04, 2,0 sjsk með steptronic, 140 hoho, búið að keyra 36 þús. km. á 7 mánuðum og ekkert klikkað, og reyndar aðeins búið að skipta um 4 perur á 36 þús. km. !!!
_________________
2slow means late for a date
