Bara að minna fólk á að skrá sig á þennan stórviðburð BMWKrafts!
Nokkrar upphitunarspurningar í viðbót:
1. Hvað heitir vélin í E36 328i '95?
2. Á hvaða árum var E24 framleiddur?
3. Hvenær hættu B&L að flytja inn landbúnaðarvélar?
4. Hvert er framleiðslunúmer (E??) nýju sexunnar?
iar wrote:
Sælir félagar!
Bjórkvöld og spurningakeppni verður á laugardaginn 20. nóvember kl. 19:00 á veitingastaðnum Pravda við Austurstræti 22. Svipað og áður þá kostar
1.000kr. fyrir meðlimi en 1.500kr. fyrir aðra. Innifalið í því er að vanda nóg af snakki og bjór!
Spurningakeppnin verður auðvitað með BMW og Motorsport þema og verður dregið í 4-5 manna lið á staðnum. Dómari og yfirgúru verður Alpina og stigaskvísa verður undirritaður.
Verðlaun verða í boði B&L og þau eru ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn:
Meðlimir í sigurliðinu fá hver og einn 5000kr inneign í varahlutaverslun B&L! 

Þeir sem ætla að mæta VERÐA að borga fyrirfram. Það gera þeir með því að leggja pening inná reikn. 0322-26-002244 kt. 510304-3730. Þegar því er lokið skal senda e-mail á netfangið iar@bmwkraftur.is og skrifa bara í topicið dagsetningu þegar borgað var, Fullt nafn, notandanafn, kennitölu og GSM símanúmer. T.d. 15.07.2004 Jón Jónsson nonnijons 010101-9999 s. 899-9999
Með kveðju,
Spurninganefndin
PS: við hvetjum alla þá sem ætla að súpa öl að skilja bifreiðar eftir heima