jonthor wrote:
Hér eru margir sem eru haldnir því sem ég kýs að kalla "E30 nostalgíu". Ég er hrifinn af bílunum, enda ekki annað hægt. Brilliant bílar. Ég myndi hins vegar reyna að kaupa frekar E36 en E30 (ef ég væri á verðmörkunum) og E46 frekar en E36.
Svo... hér kemur könnun. Ekki misskilja mig, eldri bílar hafa oft meir sjarma en nýjir. Ég myndi bara alltaf velja nýrri bílinn framyfir. Það virðist hins vegar ekki vera málið hjá öllum svo þetta ætti að vera áhugaverð könnun:
Erfitt að forgangsraða þristunum svona. Eftir hverju er verið að raða? Ég myndi t.d. raða þristunum mismunandi eftir því hvort ég væri að raða eftir því hver mér finnst flottastur, langi mest í sem daily driver, langi mest í sem bíll nr. 2, langi mest í sem leikfang osfrv.
Útlitslega myndi ég raða bílunum svona frá flottasta til lakasta: E46->E21->E30->E36 (hef ekki séð E90 up-close svo ég sleppi honum og bæti E21 við í staðinn fyrir Djöfsa)
Kannski furðuleg röðun þar sem ég á sjálfur E36.
Varðandi hvaða body ég myndi helst eiga sem daily driver þá er röðin bara eftir aldri: E46->E36->E30->E21
Sem bíll nr. 2 eða leikfang væri röðin líklega svona: E30->E21->E46->E36
Nokkuð skemmtileg pæling.
