Þessi ákveðni bíll er beinskiptur og hann er sæmilega vel búinn (þó ekki leður, ekki tölvustýrð miðstöð, enginn sjálfskipting, en er þó með M fjöðrun, CD Magasín, topplúgu og stillingu í stýr). Þessi bíll er
frábær, og miðað við 200000 km er hann ótrúlegur og hann virðist sem nýr. Hann er gríðarlega vel með farinn að innan sem utan. Mig langaði svo til að kaupa hann þegar ég prófaði hann um daginn að það var alveg hræðilegt.
M optic þýðir bara að hann er með M5 fjöðrunarpakka.
Verðið er hinsvegar alltof hátt, en það var sett á hann 1470 þ á 2 stöðum (
Hér og
hér ) fyrir nokkrum mánuðum. Farðu til þeirra eftir nokkrar vikur (eða bara strax), en ekki þar sem bíllinn er núna og láttu þá hafa samband við eigandann. Bjóddu honum síðan eitthvað talsvert undir 1470 þ. Ef hann var auglýstur á 1470 þ fyrir nokkrum mánuðum síðan þá ferðu ekkert að borga meira en það núna, það væri heimskulegt. Eftirspurnin eftir þessum bílum virðist greinilega mjög lítil og þar af leiðandi ætti beinskiptur ekinn yfir 200 þ að seljast á vænum staðgreiðsluafslætti. Ég mundi aldrei borga 1470 þ fyrir þennan bíl og hvað 1670 þ!

1200-1300 þ stgr. er hámark finnst mér. Því lengur sem þessi bíll situr á bílasölum, því óþolinmóðari verður eigandinn. Bíddu bara eins lengi og þú getur. Ekkert spjall við bílasölubjána eða eigandann. Bjóddu bara staðgreitt eitthvað smávegis, hann lítur að láta undan.
Svona BMW gleypir aksturinn án vandamála ef, og þetta ef er aðalatriðið, bíllinn hefur fengið rétt viðhald. Sem langtímaeign er þessi bíll örugglega mjög góður en beinskiptur stór BMW sem er ekinn yfir 200þ er þungur í endursölu. Ég hef séð á mobile.de nokkra e39 ekna vel yfir 300000 km og einn yfir 400000 km. En bíllinn verður að hafa góðan ferilskrá, þjónustu- og smurbók (held hann sé með bæði) og hann verður að standast söluskoðun (farðu með hann í sölu/ástandsskoðun). Ástæðulaust að vera hræddur við BMW sem er ekinn mikið, svo framarlega sem hann er í góðu ástandi.
Þú veist væntanlega af þessum ljósgráa sjálfskipta 520 '96 sem er til sölu þarna einhvers staðar í höfðanum, það er sett á hann 1600-1700 þ. Síðan er þessi sjálfskipti grái 523 '99-'00 til sölu hjá Brimborg, á tilboði 2 millur.
Hann fær 5 stjörnur af 5 mögulegum hjá parkers.co.uk fyrir áreiðanleika, 3 af 5 stjörnum vegna mikils þjónustukostnaðar. Svona bíll eyðir mjög litlu miðað við stærð, kraft og þess háttar og svona beinskiptur gæti farið undir 10 l/100 km í sæmilegum sparakstri. Þar að auki er beinskiptur talsvert sneggri, heldur en sjálfskiptur.
Í risakönnun sem gerð var í Bretlandi kom e39 mjög vel út, en þess ber þó að geta að það var meira miðað við seinni árgerðir af e39, frá 98-99. Það voru meiri bilanir tilkynntar, eins og vanalega er, í e39 sem komu fyrst, '96-'97. Eins og vanalega er með BMW, þá kostar að reka svona bíla.
Whatcar.co.uk gerði
könnun um bilanatíðni bíla í fyrra og þar kom BMW ekkert sérstaklega vel út, þó betur en Audi og Alfa Romeo, en mun verr en Benz og meira að segja Fiat, Volvo og Volkswagen komu betur út.
Þeir sögðu einnig að fimman ætti mesta sök að þessari útkomu BMW.
Ég segi það sama og Bebecar, svona mundi ég vilja hafa minn e39. Hann er algjörlega
fullkominn.
Skoðaðu þessar síður til að fræðast um kynni eigenda af þessum bílum:
http://www.parkers.co.uk/owning/user_review/choose_deriv.asp?model_id=342
http://www.carsurvey.org/model_BMW_5+Series.html