bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 12:03

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 01. Nov 2004 21:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 15. Apr 2003 00:55
Posts: 974
Eldgos líklega hafið í Grímsvötnum

MBL.IS wrote:
Líklegt má telja, að hafið sé eldgos í eða við Grímsvötn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni. Tilkynningin er svohljóðandi: „Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa kl. 20.10 í kvöld. Líklegt má telja að þá hafi gos hafist í eða við Grímsvötn. Fylgst verður með framvindunni á Veðurstofunni.“ Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið opnuð vegna þessa.

Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofunni, segir að mjög líklegt sé að gosið hafi byrjað upp úr kl. 20. „Þetta getur byrjað undir ís eða vatni, þannig að ekki er víst að það komi strax mjög skýrt fram,“ segir hann.

Ragnar segir að vaxandi jarðskjálftar hafi verið á svæðinu í dag. „Við vorum svo sem alltaf að búast við því að í kjölfar Skeiðarárhlaupsins, sem hefur verið í gangi undanfarna sólarhringa, væru líkur á eldgosi. Þótt það væri ekki nema lítið, enda hefur verið eins og eitthvað hafi verið að búa um sig í Grímsvötnum,“ segir hann.

„Þótt það sé ekki 100% öruggt teljum við rétt, við svona aðstæður, að benda á að eldgos geti verið hafið. Það getur t.a.m. skipt máli upp á flug, þannig að við sendum tilkynningar til allra viðeigandi aðila; m.a. Almannavarna og Flugumferðarstjóra,“ segir Ragnar. Ragnar segir að frekar sé að draga úr hlaupinu í Skeiðará en hitt. „Það hefur verið ansi mikið þar til núna síðustu klukkutímana,“ segir hann.

Að sögn Ragnars er ekki hægt að segja til um hversu stórt gosið sé, eða um staðsetningu þess. „Þó er líklegra að það sé undir vatni eða ís, en að það sé uppi í sjálfu fjallinu.“


Helvíti magnað, vona bara að það verði ekki eitthvað mega hlaup sem á sem á eftir að kosta semfélagið gíðalega fjármuni.

Allir að spekka 10 féttir

Skrifað kl. 21:37


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 02. Nov 2004 02:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Þú ýttir samt á senda 21:38 :wink:

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group