
Þegar bíllinn er kaldur, þá vill hann oft drepa strax á sér um leið og ég starta. Hann tekur við sér þegar ég starta honum, fer uppí 2k snúninga og drepst svo á honum. Gerist oftast einu sinni, þó alveg uppí 3svar sinnum þangað til hann fer almennilega í gang. Hefur einhver hugmynd hvað þetta gæti verið?

Bíllinn hjá mér er lengi að hitna. Hann fer aldrei uppað miðju nema hann standi kyrr, en í keyrslu er hann alltaf svona 2-3mm fyrir neðan miðju á hitamælinum. Veit einhver hvað þetta getur verið? Mig grunar nú sjálfan að vatnslásinn sé í einhverju limbói, ef hann er til staðar, ég á eftir að athuga það. Getur verið eithvað annað í spilinu en þessi vatnslás?

Hvar fást glær stefnuljós á svona E34? Veit einhver hvað þau kosta ca.?

Síðan er ég að lenda í leiðindarhljóðum(það bankar) þegar ég keyri uppá litla kanta eða ofaní holur. Þetta gerist bara að framan en skoðunarkallarnir(nýskoðaður) fundu ekkert að bílnum sem gæti orsakað þetta. Er þetta eitthvað þekkt vandamál sem einhverjir hafa lausn af ? Er um margt að velja hvað gæti verð að?

Það er þónokkuð ventlabank í vélinni hjá mér. Er einhver af ykkur snillingunum sem gæti tekið það að sér að stilla þetta fyrir mig? Einhversstaðar las ég hérna að þetta væri frekar einföld aðgerð, því spyr ég.
