MR HUNG wrote:
Hvað fífl er nú þetta

það sem ég hef alltaf hatað við Mustang er einmitt innréttingin hún er vibbi

Mikið finnst mér leiðinlegt þegar að maður segir sína skoðun á einhverju eins og td. camaro, telur upp hvað betur mætti fara, td. eins og innréttingu, og er svarað með svona leiðindum. Þar sem ég hef átt bæði múkka og camaro, tel ég mig hafa eitthvað að segja, allaveg álit byggt á einhverju öðru en að kíkja inn um glugga á bíla á bílasölu og mynda mér skoðun út frá því.
Mér þykir að ef menn sjá sér ekki fært að svara manni málefnalega án uppnefninga og annars óhróðar, þá mættu þeir sleppa því að svara. Ella mættu þeir sem hafa með vefinn að gera taka í taumana, því þetta er ekki staður til að vera með skítkast í garð annara manna sem hafa skoðun á málunum.
En þar sem að svo virðist ekki vera, kveð ég ykkur og gangi ykkur allt í haginn.
MKv. Ófeigur Austmann Gústafsson