Já þetta er besti bíll sem ég hef átt.
En það hefur verið svoldið viðhald á honum (bjóst nú samt alveg við því).
Það sem þurfti að gera stuttu eftir að ég keypti hann :
Þurfti að skipta um alla bremsuklossa og diskana að aftan.
Síðan lak bensín tankurinn og það var líka olíuleki.
Einnig þurfti að skipta um reley til að ljósin lýstu almennilega.
Síðan það síðasta til að fara var :
Að loftræstingin blæs bara heitu (skilst að það sé lítið mál að laga það)
Læsingar á skotti og bílstjóra hurð eru bilaðar (reyndar var alltaf eitthvað af skott læsinguni, var ekki hægt að læsa en síðan þegar ég loksins náði að læsa þá gat ég ekki opnað það aftur

)
Þetta finnst mér nú ekki mikið á 16 ára gömlum bíl. En margt smátt gerir eina stóra peninga hrúgu
Fer með hann á verkstæði á morgun til að laga skottið. Ég er nefnilega að vinna upp á velli og tollurinn er búinn að hóta mér því að ef ég læt ekki gera við skottið. Þá taka þeir af mér bílinn næst og fara með hann á verkstæði til að opna skottið og ég þurfi að borga laun löggunar sem fer með bílinn + viðgerðin
