Sæll Björgvin,
Quote:
eru þeir allir með V12 vél þessir 750 IL bílar?? Og hvað er svona kerra að eyða ca?
Eins og
arnib sagði þá eru allir 750 bílar með V-12 vélinni og 740 bílarnir með V-8. V-12 vélin er 5400 cc og er 326 hestöfl í held ég öllum 750 bílum frá 1994-2001 (allavegana er minn 1998 bíll 326 hestöfl).
Síðan minn kom á götuna hér heima þann 10 sept sl. er ég búinn að keyra hann tæpa 2000 km. og þar með einnig mæla eyðsluna nokkrum sinnum. Í svona þokkalega venjulegum innanbæjarakstri (ekki mjög mikið um botngjafir og spyrnur) þá er hann að eyða á milli 15 og 16 lítrum hjá mér. Hann hefur farið einu sinni niður í 14,6 en þá var Selfoss ferð á 100 km. hraða inni í því. Í fyrsta skiptið sem ég mældi hann þá eyddi hann 17,6 lítrum en þá var ég líka alltaf að gefa hressilega í. Þannig að eyðslan fer að sjálfsögðu mjög mikið eftir því hvernig ekið er....!!
Quote:
Gullfallegur bíll hjá þér? er hann shadowline útfærsla?
Takk fyrir það,, ég veit ekki til þess að hann sé Shadowline útfærsla?? En ég hef heldur ekkert rosalegt vit ennþá á þessum BMW bílum. Ég á á tölvutæku formi tvær fullar A4 blaðsíður sem er listinn yfir allann aukabúnaðinn í bílnum mínum, ég get sent þér þann lista á e-mail ef þú hefur áhuga á og ert að spá í svona bílum?? En þá þarftu bara að senda mér mailið þitt á
gudni@gudni.is
BMW kveðja - Guðni