Stórgott review um 535d, reyndar á þýsku.
535d virðist ekki eftirbátur 545i, þvert á móti! Í greininni eru sýndar hröðunartölur og millihröðunartölur, þar sem fram kemur að 535d skilur 545i eftir í hvaða gír sem er (80-120,80-140,80-160,etc)! Það er ekki fyrr en eftir 160 sem 535d fer að missa afl og 545i fer að sækja á.
Eins og mikið hefur verið rætt um 535d hér og annars staðar er ljóst að þetta verður stórkostlegur bíll! Hann er með Partikelfilter og uppfyllir því Euro-4, eins og við vorum að velta fyrir okkur nýlega.
Merkilegustu niðurstöðurnar í greininni eru þó þessar:
535d fór Hockenheim (litla hring) hraðar heldur en 545i. Á síðu 4 í greininni er hægt að sjá hámarkshraða bílanna á hverjum kafla og hröðun í gegnum beygjur.
Lesið greinina, hún er skemmtileg en mér finnst þó eins og eitthvað sé bogið við hana. Hröðunartölur 545i 0-100 km/klst skv.grein (mælingum þeirra) eru óeðlilega lélegar: Þeir mæla hann í 6,6s en skv. BMW er 545i 5,8s.
Svo fær sá prik í kladdann sem sér stærstu og mest áberandi villuna (fyrstu málsgrein)
http://bmwkraftur.pjus.is/iar/Fra_JTH/E60_535d_test/SA1.JPG
http://bmwkraftur.pjus.is/iar/Fra_JTH/E60_535d_test/SA2.JPG
http://bmwkraftur.pjus.is/iar/Fra_JTH/E60_535d_test/SA3.JPG
http://bmwkraftur.pjus.is/iar/Fra_JTH/E60_535d_test/SA4.JPG
http://bmwkraftur.pjus.is/iar/Fra_JTH/E60_535d_test/SA5.JPG
http://bmwkraftur.pjus.is/iar/Fra_JTH/E60_535d_test/SA6.JPG