Jæja bíllinn fékk púst þarna um daginn en þegar vélin er orðin heit
þá heldur hann ekki olíuþrýstingi í lausagangi sem er vonandi vegna
þess að ég gleymdi að skipta um pakkningu þegar ég skipti um
olíupikkup þannig að núna er að skipta um pakkninguna sem
kostar heilar 90 krónur í BogL.
Jæja það sem þurfti að gera er:
Taka allt púskerfið undan.
Taka drifskaftið undan.
Tappa coolant af kerfinu.
Taka vatnskassann og rafmagnsviftuna úr.
Losa vélina.
Losa gírkassanfestinguna.
Tosa í vélina og færa hana framar til að komast að gírkassa boltum.
Losa gírkassann og taka hann af.
Tappa olíu af vélinni.
Losa olíupönnuna og taka hana af.
Losa pikkuppinn.
Setja pakkinguna á.
Festa pikkuppinn.
Festa olíupönnuna á.
Festa gírkassann á.
Færa vélina á sinn stað.
Festa gírkassann.´
Festa vélina.
Setja drifskaftið undir.
Setja pústið aftur undir.
Setja olíu á vélina
Setja vatnskassann og viftuna í.
Setja coolant á kerfið.
Setja í gang og keyra þangað til hann hitnar
og sjá hvort olíuþrýstingur haldist....
EF ekki þá þarf að skipta um olíudælu...
Verður gaman að sjá hvernig fer annaðkvöld....
