gunnar wrote:
Nokkuð sammála GSTuning, En engu að síður þá má þetta ekki fara í öfgar eins og oft hefur gerst hérna á söluþráðum (ekki segja að ég sé saklaus). Spurningin er bara að virða sölurétt mannsins sem er með söluna og ef maður hefur ekkert gáfulegt að segja þá bara að halda sér saman

Ég tek undir þetta.
Við erum soldið að passa uppá hvorn annan og fáum 'söguna' af bílnum beint í æð af þeim sem vita, hvort sem hún er slæm eða góð.
Ef ég er að fara að kaupa bíl, þá vill ég vita hvort það sé eitthvað slæmt sem gott væri að vita af, og ef sá sem er að selja hefur ekkert að fela, þá er það bara gott.
Umræður hindra að drasl sé selt hérna. Umræður gefa einnig verðhugmyndir svo ég sé ekkert að þessu eins lengi og umræðurnar snúist um söluvöruna eða eitthvað tengt henni.