Ég er búinn að vera hugleiða málin og hef ákveðið að láta sprauta bílinn í fjarveru skírteinisins.
Það eru nokkrir litir sem ég hef verið að velta fyrir mér.
Sá fyrsti er Original liturinn: "Delphin Metallic" Það væri vissulega laaaaaaaang auðveldast og ódýrast að sprauta hann í upprunalega litnum. En það freistar að láta taka hann alveg í gegn.
Þar á eftir kemur "Calypso Röt Metallic".
Margir kannast við þann lit af bílnum hans Dr. E31
Hér er mynd af E36 með þessum lit.
Og E34 að kvöldi til.
Þetta er óneitanlega mjög spennandi litur. En ég býst við því að hafa bílinn shadowline eins og þessa tvo. Enda ekki mikill króm aðdáandi.
Sæmi gaf mér hugmynd af þriðja litnum.
Ég veit nú reyndar ekki hvað þessi litur heitir ("purpurrot metallic") ? en þrátt fyrir það Þá fíla ég hann í tætlur.
Ykkar hugleiðingar?