bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 13:35

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 11:22 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Eins og þið vitið er ég að leita að kaupanda að mínum M5 bíl.

Nema hvað, það er mikið hringt en oftast bara einhver wannabe og ekkert vit í þessu.

Það var einn sem ég talaði við áðan sem var með 520i 1988 og hann vildi fá tvöfalt verð fyrir hann en aðeins borga lágmarksverð fyrir minn bíl (mjög sanngjarnt :roll: ) en maður er nú ýmsu vanur og ekki móðgaði það mig.

Hann hafði hinsvegar tjáð mér að hann væri að leita að M5 bíl og hefði skoðað innfluttning en sagði svo áðan við mig að hann hefði ekki áhuga á mínum bíl vegna þess að hann vildi fá M5 með "kítti" eins og hann orðaði það - ég hváði, flestir vilja hafa sína bíla óspartslaða en ég held hann hafi nú meint KIT.

En að vonum var ég hissa því eins og allir eiga að :lol: vita eru M5 bílar með original spoilerum allan hringinn og ekki þykir nú góð latína að rífa þá af til að setja "kítti" á þá. En allavega - honum leist ekki nógu vel á bílinn minn vegna þess að hann var ekki með kítti og spoilerum!!! Hann vildi one of a kind BMW M5, hvað sem það sosem þýðir.

það er alveg eins gott að ég leggi nú bílnum þangað til ég hef efni á að reka hann heldur en að selja hann einhverjum sem ætlar að "kítta" hann!

Ég var alveg sármóðgaður - hélt að allir vissu að M5 boddí ætti maður ekki mikið að fitla við - ég get alveg skilið ef menn vilja setja spoiler á hann, breyta speglum, felgum eða ljósum og slíkt. En menn rífa ekki M5 Kit undan og setja MAXPOWER kittið á í staðinn - svona gera menn ekki.

Eruð þið sammála mér eða er ég ofur viðkvæmur?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 11:37 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hehehe... kítti já.

Nei ég er nú sammála með það að M5 á að vera eins og hann kemur original. Það má vera að það sé stundum flott að setja á bíla einn og einn aukahlut, spoilera og soleiz, en það er þá yfirleitt eitthvað sem er mjög nálægt því að vera original.

En mér finnst það engan vegin sóma sér að setja eitthvað MAXpower-Tuning-Race-Lowrider kit á BMW.

Þú kannski kemur út með one-of-a-kind BMW, en ekki myndi ég vilja vera á þannig BMW. Ég vil vera á original one-of-a-kind BMW á Íslandi..... og það er þá skárra að vera á two eða three of a kind BMW heldur en að setja "kítti" á hann .. :)

Þú hefur mína samúð Ingvar. Verst að það gengur ekkert að selja bíllinn :? Það kitlar mig alltaf þegar ég sé hann auglýstan 8)

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 11:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hehe... já... kitlar þig og nístir í mig!

Þetta er svona svipað fannst mér og einhver myndi kaupa sexuna þína og setja í hana V8 til að hafa hann one of a kind!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 12:36 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hehehehe, v8.. það væri nú ekki sniðugt.

Nema náttúrulega BMW V8, en það væri samt ekki sniðugt.

Annars þarf bara að setja //M vél í bílinn, þá er hann orðinn one-of-a-kind... og ætli maður stefni ekki að því.

En er virkilega enginn sem á milljón kall til í pjéníngum :?: Ég trúi því varla.. ja hérna hvað er orðið um fólk. Allir á bílaláni, ussussussss...


Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 13:08 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Sá þig á rúntinum í gær Bebecar (held allavega að það hafi verið þú). Varst að keyra Miklubrautina og mættir mér. Stórglæsilegur, hafði aldrei séð hann með ''berum'' augum.
Vonandi gengur eitthvað fljótlega að selja (7-9-13)

Hvað ertu búinn að eiga hann lengi???

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 13:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Takk!

Var það fyrir eða eftir þrif?

Hann var nefnilega eins og haugur áður en ég þreif hann... ég er búin að keyra svo mikið síðustu daga og hef ekkert náð að þvo fyrr en í gærkvöld.

Ég er búin að eigann í tæp tvö ár.

Ég held reyndar að ég hafi ekki átt bíl svona lengi áður :lol:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 13:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Alveg pottþétt eftir þvott. Hann leit betur út en nýr :shock:

Já, þegar það er líka svona leiðinlegt veður þá nennir maður ekki að þvo. Bíllinn verður hvort sem er haugaskítugur, fer samt betur með hann ef maður bónar af og til. Ég er búinn að bóna minn strax tvisvar enda með nýtt lakk :wink:

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 14:02 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Sammála Bebecar. BMW M á að vera original. Þessir bílar koma nú einu sinni perfect frá framleiðandanum!!!!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 01. Mar 2003 00:46 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Heyr heyr.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 01. Mar 2003 21:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Já, það er mikið af vitleisingjum þarna úti sem vilja breita fullkomlega góðum bílum (eins og BMW M5 og fleirum) í "Hondur" :roll: , sem að mér finns sorglegt. M5 er M5, og þannig á það að vera. :!:

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 21 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group