Ég sá hann allra fyrst í fyrrasumar, vissi þá ekkert hver átti hann, en tók vel eftir honum (með glöggt auga á sniðuga bíla

) Ég stóð bara úti ein í smábæ sem ég var að vinna í síðasta sumar í borgarfirði, engin umferð og heyrði svo í einhverju sem ég gæti haft áhuga koma niður brekkuna fyrir ofan, sá svartann bíl, svo kom þetta á ógnarhraða og vá hvað ég steinféll fyrir frammendanum á þessum bíl! Ég var búin að segja þá að ég ætlaði að eignast þennann bíl, og hann var ekki til sölu þá og strákurinn sem átti hann (sæmilegur vinur minn í dag) var búinn að segjast ætla að eiga hann bara. Svo var ég endalaust að sjá hann í kringum þetta svæði (strákurinn vann ekki svo langt frá mér í sveitinni, og já ég var að vinna uppí sveit) Og ég svona eiginlega ákvað að eignast hann. Vissi að ég gæti gert hann eins og hann ætti að vera, og þarsem strákurinn var kominn með annað verkefni og ætlaði að láta þennann frá sér, þá sló ég til, enda búin að hafa augastað á honum síðan held ég í júní 2002. Ég er hæstánægð og strax farin að laga! Vonandi finn ég aðra vél í hann þegar líður að sumrinu, þessi er ekki alveg uppá sitt besta *hóst*. Vonandi tekst mér að gera það mikið í honum fyrir vorið að ég nái að mála hann áður en sumarið skellur á

Þetta er fyrsti BMWinn minn, og ég get alveg sagt að mér finnist hann (BMW that is) standa frammúr öðrum bílum á margann hátt (þó hann sé ekki alveg í toppstandi sem stendur)