saemi wrote:
Spiderman wrote:
Ég held að þú sért aðeins að ofmeta E38. Allavega þegar ég var í E38 pælingum fyrir rúmum 2 árum var hægt að fá lítið ekna 730 og 740 E38 á 1300-1500 þúsund kall og einnig man ég eftir tveimur mikið eknum sem fengust fyrir rúma milljón cash. Mín skoðun er sú að e38 séu betri kaup ef þú lendir á einhverjum seljanda með fæturna á jörðinni.
Þessu er ég mjög ósammála. Ég hef aldrei séð 740i bíla fara niður fyrir 1500þúsund síðasta árið, þeir hafa 95% verið yfir 2 mil. 730i bíla hefur maður séð niður fyrir þessarri tölu.
Ég tel að verð fyrir E38 bíl (740i/750i) ekinn undir 200þús sé kringum 1.5 mil. Ég skoðaði mikið af þessu á sínum tíma þegar ég var að selja minn og ég fylgist mikið með þessu á EBAY, þar eru þeir að fara á verði sem gerir þá hingað komna um 1.5mil.
E38 er bara svo allt annar klassi heldur en E32. Munurinn á 93/94 bíl er eins og munurinn á 93 og 98 að mínu mati. Ótrúlega fínir bílar að keyra, E38 fær mína þumla upp.
Varðandi þennan bíl sem þú ert að tala um, þá tel ég að þú ættir að fá hann á 1.4-1.6 stgr. svona án þess að hafa séð hann.
Ég spáði og spekúleraði mikið í þremur e38 bílum fyrriparts árs 2002. Sá sem mér leyst best á var bíll í eigu Eyþórs Arnalds en hann var lítið keyrður eða eitthvað um 120-140 þúsund að mér minnir. Prísinn á honum var 1390 þúsund mínus einhver smá stgr afsláttur. Það tel ég hafa verið mjög góðan díl fyrir tveimur og hálfu ári fyrir 730 E38. Varðandi hina tvo bílana þori ég ekki að að fullyrða að það hafi báðir verið 740 en ég er nokkuð viss um annar þeirra bíla hafi verið 740. Þessir umræddu bílar voru hvítir og svartir og stóðu báðir á Bílasalan.is á sama tíma. Svarti bíllin sem mér minnir að hafi verið 740 var keyrður 296 þúsund kílómetra og var ásett verð undir 1,5 mills. Ég man líka eftir því að prófaði svartan 728 þetta sama ár, sá bíll var töluvert betur búinn en hinir bílarnir en verðið á honum var eitthvað svipað reyndar aðeins hærra ef ég man rétt, það var reyndar allt í lagi enda var þetta gríðarlega flottur bíll sem kenndur var við mjög vafasama kjötvinnslu.
Kannski hef ég bara að skoða einhverja hauga en ég fullyrði það að það var hægt að gera góða díla í staðgreiðslu þennan vetur á stærri bimmum og meðal annars hef ég séð nokkra e39 fara á sama verði í dag og fyrir tveimur árum, sem er reyndar ekkert nema gott mál

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual