Blessaður Þórður.
Ég hef ekki verslað í "aftermarket" fyrirtækjum í Þýskalandi og get því lítið hjálpað þér. Ég hef verið að spá í þessu sama og þú, en hef alltaf átt erfitt með að finna fyrirtæki sem hafa það sem mig vantar.
Þjóðverjar hafa verið frekar lítið inni á netinu að mér sýnist, með svona dótarí sem mann vantar, eins og dempara, bremsur og soleiz. Það virðist vera að þeir not bara svona "bílanausts" búðir sem þá bara panta hlutina fyrir þá.
Þetta fer svolítið eftir því hvað þig vantar, en sumt er ágætt að versla bara í umboðinu. Þá er um að gera að fara strax til þeirra svo þeir geti pantað þetta inn og fengið til sín á meðan þú ert þarna úti.
Ég kannast við formann bmwE23.de , 7-línu klúbbsins úti í Þýskalandi (fór á samkomu hjá þeim fyrir 2 vikum) og ef þú skrifar þýsku getur þú bara spurt hana beint að þessu, hún getur örugglega gefið þér góð ráð. Ég bara nenni ekki að þýða fyrir þig
Með kveðju úr rigningunni og myrkrinu,
Sæmi