bebecar wrote:
Þetta er eigulegasti E36 sem ég veit um heima
En hvernig væri nú að pósta eyðslutölum hingað, þetta er orðið sérstakt áhugamál mitt þar sem reynt er að skoða ALLA mögulega vinkla á sparneytnum langkeyrslu bíl...
Innanbæjar og langkeyrslu eyðsla - please

Takk fyrir góð ummæli um bílinn! Ég mjög sáttur við hann og hann er einstaklega eigulegur, mjög vel búinn, praktískur og umfram allt ótrúlega skemmtilegur. Það versta er eiginlega hversu mikill keeper hann er.
Þegar ég bjó á Seltjarnarnesi var notkunin (þessi bíll eyðir ekki dropa af bensíni heldur
notar hvern dropa!

) á milli 12-13. Eftir að ég flutti í Mosfellsbæinn lengjast aðeins ferðir í vinnuna sem er í raun bara besta mál því bensínnotkun minnkar og ég er nokk viss um að vélinni líður betur, nær betri hita og svona. Núna er notkunin svotil alltaf í sléttum 11,2. Það er enginn sparakstur en samt engin læti heldur. Ég hef vel getað náð honum á köflum niður fyrir 11 en endist ekki lengi því það er bara leiðindaakstur. Og svo er auðvitað léttilega hægt að ná honum í 14-15 og það getur vel enst lengi því það er svosem enginn leiðindaakstur.
Á langkeyrslu (Rvk-Ak) var hann minnir mig að fara niður í 8,X.
Allt í allt er ég
mjög sáttur við þessa notkun. Miðað við afl, skemmtun og slíkt þá mæli ég alveg með 328i.
Fyrir mig að fara úr 318ia E46 í 328i E36 var ca. svona:
Rekstrarkostnaður: - 60% (lán meðtalin)
Bensínnotkun: + 30%
Fraude am fahren: + 300%
