jæja ég áhvað að gera þetta aðeins betur,
skipti á vettuni og þessum 735i bmw.
bíllin er 91 árg, nokkuð vel búin m.a svart leður,ljós viðarklæðning, sætishiti, Ac, tvöfölld miðstöð.cruize control, tvívirk topplúga,ABS, ASC spól/skriðvörn, "stóra"aksturstölvan þar sem m.a eru eyðslutölvur einhevrjir kílómetrateljarar get látið hann reikna út ferðatíma og eitthvað flr sem ég kann ekkert á, svo er OBC bilanatölva, svo er hleðslujafnari öskurbakkar og hólf útum allt símalögn og eflaust eitthvað flr, skóbúnaðurinn er 17x10" hnullar að aftan og 8" að framan, dekkin eru 235/45ZR17 að framan og 255/45Zr17 að aftan, lookar alveg dáldið mean á þessu,
liturinn er eftir því sem ég kemst næst Gratin silber, ég persónulega er nokkuð hrifin af þessum lit,
vélin er eins og þið eflaust allir vitið m30 3.5l l6 211hö,
finnst hún nokkuð skemmtileg vinnslan er alveg nokkuð góð í bílnum og hljóðið í henni er bara nice, engu síður finnst mér hún þamba dáldið..
það var dáldið spennandi að fá fyrsta bimman í hendurnar eftir að hafa stundað þetta spjall spjalla mest núna í all langan tíma , í heildina get ég ekki sagt annað en að ég er mjög sáttur, þrátt fyrir aldur bílsins og tæplega 200þús km er hann ennþá rosalega þéttur og massívur og að mínu mati er þetta look engan vegin orðið OLD í útliti, sérstaklega ekki að innan, maður (eða allavega ég persónulega) fæ mikla ánægju útúr því að keyra þetta , er búin að keyra hann 5 þús km þrátt fyrir að hafa aðeins átt hann í 3 vikur eða svo. og nú vil ég helst varla keyra annað.. en jújú að sjálfsöðgu hefur þessi bíll alveg nóg af göllum líka, alveg komin tími á nokkra hluti finnst mér, en engu síður er bíllin tölvuvert endurnýjaður og ansi mikil bunki af nótum sem ég fann í hanskahólfinu,
og nokkrar myndir, teknar með síma rétt eins og venjulega en þær ættu að gefa ágætis mynd af því hvernig bíllin, og já.. bíllin er með littlu isotta stýri þegar myndin var tekin, það er flogið úr og orginal stýrið komið í aftur..
á leiðini norður um verzló..
