Sennilega hafið þið séð gulu hálfsíðu auglýsingarnar frá Umferðarstofu síðustu daga í blöðunum.
Þessar auglýsingar sem hljóma eftirfarandi: "Veistu hver er munurinn að keyra á 90 og 100?"
Þá koma rök með hjálp líkingareikninga um að þú sért helmingi líklegri að valda banaslysi á 100 km/klst.
Ég væri verulega til í að sjá hvaðan þeir fá þessar tölur í þennan líkindareikning
Afhverjur er ekki staðreyndum fleitt fram í stað mjög loðnum líkindareikningum. Með staðreyndum vil ég meina að benda fólki á hvar alvöru hættur leynast, svo sem með akstri í rigningu, aðkomu bíla inná þjóðvegi, ljósleysi, dekkjabúnaði o.s.f.
Einnig er ég mjög viss um að þessir sem eru að keyra á 100 km/klst og ekki yfir, séu í
virkilega litlum hópi banaslys aðdraganda!
Hin auglýsingin sem ég er búinn að sjá er : "Það er ekki "slys" ef þú keyrir á einhvern á 100 km/klst"
Svo er hægt að sjá í smáaletrinu að vegirnir á Íslandi séu ekki hannaðir nema fyrir 90 km/klst hraða.
Þessi síðari auglýsing gerði mig bara hálf pirraðann. Ekki smáaletrið heldur fyrirsögnin.
Þetta stendur skýrt og greinilega FREMST í skýrslu frá Umferðarstofu um úttektir á "slysum" 2002
Quote:
"Umferðarslys er það óhapp sem a.m.k. eitt ökutæki á hreyfingu á aðils að og á sér stað á opinberum vegi, einkavegi eða svæði sem opið er almennri umferð"
Ekki er óbreyttur borgari sem "slysaðist" að keyra á 100 km/klst orðinn morðingi ef viðkomani veldur "slysi".
Þessar auglýsingar finnast mér á mjög gráu svæði, hvað varðar staðreyndir og bara almenna rökhugsun.
Umferðarstofa og VW ættu heldur að eyða orkunni í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slysum á annan hátt!
Keyrum á réttum hraða. Jóhannes Páll