Smotterís update
bíllinn er hjá Arnþóri bílamálara
https://bilamalari.is til að taka aftursvuntuna á bílnum í gegn,,
það á semsagt að stækka pústgatið fyrir tvöfalt púst (-OO------), slétta úr hömruðu orginal húðinni líka og samlita hana alveg hvíta

Einnig tók ég framsvuntuna af bílnum, seldi hana og keypti nýja, ástæðurnar eru þrjár fyrir því,
Svuntan sem er á bílnum núna er mislit, einnig er hún hömruð einsog aftursvuntan og mig langaði í svuntu með tveimur ristum (AC ristinni líka)

Gamla komin af

Nýja svuntan lent

Ný rist í svuntuna


Svo er það en ein dellan, bíllinn var með harlem útvarpspanelnum sem er án klukku einsog sést á þessari mynd

Skúli SRR átti til panel handa mér fyrir bíl með klukku

Fór svo á Ebay og keypti orginal 30ára+ digital klukkuna


keypti líka orginal loomið af Ebay og borgaði stórfé fyrir því það er hætt í framleiðslu

Ný pera í baklýsinguna á klukkunni fyrst maður er að þessu rugli

Ramminn utanum klukkuna sem ég keypti notaða á Ebay var rispaður og ég er smámunasamur...

Keypti rammann bara nýjann til að redda því


Mesta rúnkið maður

Splæsti í Alpine spilara með Bluetooth möguleika og RGB baklýsingu til að stilla í réttan lit

Og auðvitað keypti ég allar perur í baklýsinguna nýjar í mælaborðið fyrst maður er að fikta í þessu

svo eru Hella dark framljós, Kastarar í framsvuntu og svört nýru á leiðinni til landsins að utan...
