Keypti þennan á dögunum
Klárlega einn af þessum bílum sem mig hefur dreymt um að eignast einn daginn svo ég ákvað að kýla á það bara.
1999 Z3 Coupe 2.8L
ekinn 175þ/km
M52TUB28 Double Vanos 193HP
5 gíra beinskiptur
3.15 Torsen LSD drif
KW Variant 1 Coilover
Leðraðir sport stólar
e46 M3 stýri
Topplúga
Bíllinn hefur klárlega séð betri daga svo það er ekkert annað í stöðunni en að kippa því í liðinn.




Fór sama kvöld og ég keypti hann og keypti LM Technik felgur sem Aron Emil var að selja, og svo rakleiðis uppí skúr hjá F2 og skrúfaði coiloverið niður og felgurnar undir.
Nýmálaðar og aldrei notaðar eftir málun. Miðjurnar eru til ehv staðar, á eftir að fá þær í hendurnar.
17x8,5 að framan
17x10 aftan




Það þarf ekki mikið til að þetta lúkki


Næsta á dagskrá var þrif






Guð minn góður hvað hann er flottur, hrikalega ánægður með hann



Elskum græna miða


Þvílíkur munur á honum
Ég keyrði hann lítið eftir að ég keypti hann, fékk hann á þriðjudegi og hann var farinn í geymslu á föstudegi


Sæki hann þegar fer að vora.
Framtíðarplön:
Nýjar plötur og rammar
Oem húddmerki og skottmerki
Ég er kominn með Z3M-Stuðara sem ég fékk hjá Skúla, stuðarinn á bílnum er gjörsamlega búinn á því
OEM framljós
Það þarf að laga bensínmæli
Laga hurðaspjald og bílstjórarúðu, hreyfist ekki
Það verður gaman næsta sumar!