Ekki mikið búið að gerast en eitthvað allavega,
pannan á skiptingunni smitaði eftir síðustu viðgerð þegar skipt var um hana, svo það var skipt um hana aftur og vökva

Það var komið eitthvað örlítið leguhljóð í miðstöðvarmótorinn svo ég keypti nýjann orginal


Einnig dó annað númersljósið á bílnum og linsurnar á þeim voru orðin frekar mött svo ég keypti allann listann nýjann orginal

Svo var einhver perraskapur í mér,, pantaði mér orginal BMW showroom plötur

Hann lág aðeins útí bremsu h/m að aftan, þarafleiðandi ákvöðum við að taka báðar bremsudælurnar að aftan
og gera þær alveg upp, Sandblástur, Málning, stimplar, þéttisett og auðvitað klossar og þreifari.


Svo ákvað ég að taka þjófabolta draslið úr bílnum,, keypti þá auðvitað 4stk venjulega bolta í staðinn

Á meðan þessu stóð hreinsaði ég og bar á leðrið næringu



Svo má bara fara koma sumar aftur!!!,, planið er að taka Alpina felgurnar og láta mála þær uppá nýtt,, og fara í Alpina B7 spoilerinn líka til
að klára Alpina B7 lookið alveg
