Til sölu 1991 BMW 520i ekinn aðeins 160.xxx km.
Þessi bíll var á Vopnafirði í 19 ár, frá '97-'16 í eigu sama mannsins sem hugsaði mjög vel um hann og er hann í mjög góðu standi vélarlega og innréttingalega séð. Bíllinn er allur lygilega þéttur og góður. Eini raunverulegi galli bílsins er lakkið og felgurnar, sem eru skakkar og ljótar. Ásamt því að hliðarlistarnir eru orðnir slappir, eins og algengt er í E34. Nánast ekkert ryð fyrir utan yfirborðsbólur á hinum og þessum stöðum, örlítið neðan á hurðum og í kringum bensínlok.
Allir hlutir bílsins eru upprunalegir fyrir utan sjálfskiptingu, útvarpið, vinstra framþokuljós og vinstra afturljós (að minni vitneskju).
Ég læt myndirnar tala sínu máli, annars er sjón sögu ríkari.
Helstu upplýsingar:
Liturinn heitir Brokatrot
Sjálfskiptur
2.0L M50B20 Non-Vanos
Nýleg Continental sumardekk.
Skoðaður 2017 (án athugasemda)
Skráður sem fornbíll
Verð: 680.000 kr (með Style 5)
530.000 kr (án Style 5)Hafið samband í síma 844-6373.
Fleiri myndir:
https://www.facebook.com/groups/bmw.ice ... 0442574746







