Vá hvað maður hefur verið lélegur að halda þessu uppi!
Eitt og annað búið að gerast síðan síðast.
- Búinn að panta varahluti til að laga topplúguna og þéttilista sem vantaði á hana.
- Búinn að panta nýja m60 mótorpúða sem fara í við tækifæri.
- Færði rafgeyminn í skottið, bæði til að búa til smá plass í vélarsalnum
og til að búa til smá auka þyngd að aftan.
- Ákvað að breyta lögnum að olíusíu húsinu og að forðabúrinu fyrir stýrismaskínu og stytti þær um helming.
- Skipti um ventlaloks pakningar
- Skipti um kerti
- Skipti um stýrisdælu, var með SLS stýrisdælu en fór í nonSLS stýrisdælu núna.
- Pantaði mér kaldari vatnslás, og er að fara skipta um hann á næstu dögum líka
- Er með nýja vatnsdælu og vantslás hús líka sem ég ætla skipta um.
Núna er bíllinn bara inní upphituðum skúr þar sem ég er búinn að rífa hann í spað.
Kem með annað update fljótlega!
kv.
GPE

_________________
BMW e30 318is 89' Diamond Schwarz Metallic BMW e46 318i 02' Daily Seldur
BMW e36 328i 95' Lemans Blue 17" Ac Schnitzer Seldur
BMW e34 525ix Touring 93' Seldur
BMW e46 318ci 00' Seldur
BMW e46 318i 00' Seldur
VW Golf GTI 99' Winterbeater! Seldur