Þrátt fyrir að hafa fylgst með þessari síðu nánast daglega sl. 13-14 árin þá hef ég ekki átt BMW í rúm 8 ár.
Ég bætti úr því í síðustu viku.
Fyrir valinu varð BMW X3 Xdrive20d árg. 2015 sem ég keypti af BL.
Bíllinn er 6 gíra beinskiptur og ekinn 5 þús km en BL tóku hann upp í dýrari bíl eftir að fyrsti eigandi hafði notað hann í aðeins 4 mánuði.
Bíllinn er alveg stíflaður af aukahlutum og má í því sambandi t.d. nefna eftirfarandi:
* M sport pakki
* 19 tommu M felgu öppgreid
* Lyklalaust aðgengi
* Nevada leðuráklæði (sportstólar)
* Rafdrifið dráttarbeisli
* Nálgunarvarar að framan og aftan
* Bakkmyndavél
* Svartir þakbogar
* Bílasími
* Panorama glerþak
* Skyggðar afturrúður
* Rafdrifinn mjóbakstuðningur
* Harman Kardon 16 hátalara 600 w hljóðkerfi
* M sportstýri
Ég smellti nokkrum símamyndum af honum í gærkvöldi en pósta betri myndum við tækifæri:






_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual