Mig langar að kynna fyrir ykkur nýja bílinn minn sem ég var að fá í hendurnar.


Þetta er BMW e30 318is og er ný innfluttur frá Póllandi af meistara Bartek!


Kaupin á bílnum gerast frekar hratt. Var kominn með nett ógeð af gamla bílnum mínum, e36 328i Lemans Blue ( GPE )
Og því ákvað ég að reyna finna mér einhvað annað project! Og datt ég inná þennann bíl og hafði strax samband við Bartek!
Bíllinn kemur af færibandinu 1989-10-16
Akstur :: 142.xxx km frá upphafi!
Leður í öllu!
Topplúga
Stóru öxlarnir
Nýjir diskar hringinn!
Nýjir klossar hringinn!
Nýjar bremsudælur hringinn!
M42B18
Xenon
Glæný H&R Fjöðrun!
Allar fóðringar nýjar!
100% Ryðlaus!
17" BBS RS Replicur! Staggered , 8,5" að framan og 10" að aftan!
Og 17" BBS RS Replica 8,5" í skottinu ( Varafelgan )
Hella Dark!
Ný heilmálaður!
Ný olíupönnupakkning
Nýjar hjólalegur
Svo byrjaði ballið , ég kaupi flug fyrir Bartek til Póllands, svo hann geti sótt fyrir mig bílinn.
Sama dag og hann flýgur út er hann kominn til mannsins sem er að selja bílinn og tekur þá fyrstu myndirnar!




Get ekki annað sagt en að við vorum rosalega spenntir , bíll stóðst allar væntingar og vorum við ákveðnir í að kaupa hann.
Strax eftir kaupin þá lagði Bartek af stað heim til sín í Póllandi þar sem hann ætlaði að vera næstu daga.
Ákveðið var að kaupa auka 17" BSS RS Replicu 8,5" til þess að hafa í skottinu sem vara felgu!
Síðan var bíllinn hjólastiltur og skipt um hjólalegur hringinn!
Hérna kemur síðan myndaflóð af bílnum og ferðinni hans Bartek í geggnum Pólland , Þýskaland og til Danmerkur!




















Svo var bíllinn kominn til landsins og þetta er fyrsta myndin af bílnum tekin hérna heima!

Ég og Mázi keyrum svo um kvöldið
miðvikudaginn 14.10.15 af stað til Seyðisfjarðar! , erum svo komnir til Seyðisfjarðar um 04:00 og lögðum okkur í bílnum þar til
það opnaði þarna kl 08:00 og við að drepast úr spenningi að fá bílinn í hendurnar. Kl 8 um morguninn lemjum við á hurðina hjá
þeim sem afhenda okkur bílinn. Mýglaðir og ógeðslegir eftir 700km ferðalag og tilbúnir að fá bílinn í hendurnar.
Korteri seinna erum við komnir í portið þar sem bíllinn var geymdur og þá tók ég þessa mynd.

Þarna hefst síðan ferðalagið heim. Við stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni til baka til að taka myndir og læt ég nokkrar fylgja!







Hérna er svo mynd af bílnum þegar við erum komnir heim, búnir að keyra hringinn í kringum ísland á rúmum 23 tímum,
einum bmw e30 318is ríkari og með fullt skott af minningum úr þessarri ferð. Fokk hvað þetta var gaman!

Svo hérna kemur ein mynd af Bartek. Verð að viðurkenna að ég þekkti hann ekki neitt áður en ég fékk hann til
að flytja inn fyrir mig bílinn. Og var ég frekar óviss að þetta væri sniðugt að láta hann gera þetta fyrir mig,
en eftir að hafa kynnst honum þá kom í ljós að þetta er ekkert nema TOPP maður og stendur 100% við sitt.
Rosalega þæginlegt að hafa hann til þess að sækja bílinn fyrir mig, og ég myndi ekki hika við það að gera þetta
allt aftur, því þessum manni er hægt að treysta 100%!

Get ekki annað sagt en að ég er gjörsamlega ástfanginn af þessum bíl!
Fokk hvað þetta er geðveikt!
Mig langar rosalega til að þakka bæði Bartek & Máza fyrir það að hjálpa mér að eignast þennann bíl.
Vonandi fannst ykkur gaman að lesa yfir þetta og skoða myndirnar! Kem með regluleg update!
bkv.
GPE