Fékk þennan æðislega E30 Cabrio núna í sept. Lítur rosalega vel að utan en er ekki allveg svo æðislegur að innan eða var það ekki. Mælaborðið var brotið og ónýtt, dekkin handónýt undir bílnum, aftasti kúturinn á pústinu ryðgaður í drasl enda datt hann næstum af hjá mér ásamt festingonum, vantar baksýnispeigilinn og sólskygnin. Það var nú talað um að ég ætti að geta fengið annað mælaborð, baksýnisspeigilinn og sólskygnin. Sendi einn póst um það en bar engann árangur en ætla ekki að gera neitt mál úr því, Þannig ef einhver á þetta fyrir utan mælaborðið og vill selja má hann hafa samband við mig með verð á því.
Reif mælaborðið úr TP-660, framljósin og M-Tec stýrið og hendi því í þennan, mun kaupa önnur ljós og er búinn að kaupa M3 mælaborð ($$$$$) sem ég verð með í TP-660.
Fékk Rondel felgur lánaðar hjá vini mínum sem eru að gera bílinn allveg geðsjúkan að mínu mati. Og mér fynnst ljósin hafa gert rosalega mikið líka.
Mér fynnst reindar þessi rauða innrétting ekki vera að gera sig þannig það er á planinu þegar ég er búinn með TP-660 að fara til bólstrara og fá hann til að bólstra svarta innréttingu í hann.
Bílinn er með allveg stórmerkilega kraftmikklan mótor M20B20. Hljómar stundum einsog það sé sjóðheitur ás í honum.
Veit ekkert um drifið en það er allavega opið drif í honum og sýnist vera stóra drifið án þess að hafa skoðað það einhvað nánar bara rétt búinn að líta á það.
Blæjan er í flottu ástandi, var búinn að skipta um enda kút og pústfestingarnar, þetta var allt nánast ryðgað í sundur enda fór aftasti parturinn af pústinu, semsagt stútarnir sem koma útúr kútnum láfu niður. Átti enþá pústið sem var í TP-660 og tók enda kútinn af og smellti því undir , bara rétt púntað saman þanga til ég splæsi í nýtt púst.
Gaman að seigja frá því að bílinn er forskráður 22.06.2005, og lítur boddyið bara vel út það sem ég er búinn að skoða sem er nú reindar ekkert voðalega mikið bara yfir bílinn og ofaní húddið og rétt kígti á undirvagninn.

með gömlu ljósonum


Læt þessar myndir duga í bili